Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:42 Systurnar hittust í fyrsta skipti á síðasta ári og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi í heimsókn til Brynju og þær gætu styrkt böndin. Vísir/skjáskot Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira