Fáið ykkur alvöru vinnu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2017 22:00 Spieth gefur ekki hverjum sem er eiginhandaráritun. vísir/getty Kylfingurinn Jordan Spieth gelti á hóp manna sem var með leiðindi við hann af því hann vildi ekki gefa þeim eiginhandaráritun. Þarna voru á ferð menn sem hafa það að atvinnu að láta íþróttamenn skrifa á hina og þessa muni. Þeir eru síðan seldir fyrir talsverðar upphæðir. Spieth er búinn að fá nóg af því að þessir menn séu að græða á árangri hans og annarra. „Ég er ekki hrifinn af fólki sem reynir að græða á árangri annarra. Ég er alltaf til í að skrifa fyrir krakkana en ekki fyrir þessa menn,“ sagði Spieth pirraður. „Liðið okkar fylgist með þessu og þessir menn mæta með fulla poka af dóti sem þeir ætla síðan að græða á þegar ég hef áritað dótið. Fáið ykkur alvöru vinnu í stað þess að græða á öðrum.“ Atvinnuáritanaeltararnir, það er nýyrði, reiddust þegar Spieth labbaði fram hjá þeim eftir æfingahring á Pebble Beach. Þeir fóru svo að rífa kjaft er Spieth áritaði fyrir nokkra krakka. „Þeir voru að nota F-orðið og ég sagði þeim að passa sig í kringum börnin. Þeir héldu samt áfram að nota fúkyrði í minn garð. Þá snéri ég mér við og tjáði þeim að mér þætti þessi hegðun ekki í lagi.“ Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Kylfingurinn Jordan Spieth gelti á hóp manna sem var með leiðindi við hann af því hann vildi ekki gefa þeim eiginhandaráritun. Þarna voru á ferð menn sem hafa það að atvinnu að láta íþróttamenn skrifa á hina og þessa muni. Þeir eru síðan seldir fyrir talsverðar upphæðir. Spieth er búinn að fá nóg af því að þessir menn séu að græða á árangri hans og annarra. „Ég er ekki hrifinn af fólki sem reynir að græða á árangri annarra. Ég er alltaf til í að skrifa fyrir krakkana en ekki fyrir þessa menn,“ sagði Spieth pirraður. „Liðið okkar fylgist með þessu og þessir menn mæta með fulla poka af dóti sem þeir ætla síðan að græða á þegar ég hef áritað dótið. Fáið ykkur alvöru vinnu í stað þess að græða á öðrum.“ Atvinnuáritanaeltararnir, það er nýyrði, reiddust þegar Spieth labbaði fram hjá þeim eftir æfingahring á Pebble Beach. Þeir fóru svo að rífa kjaft er Spieth áritaði fyrir nokkra krakka. „Þeir voru að nota F-orðið og ég sagði þeim að passa sig í kringum börnin. Þeir héldu samt áfram að nota fúkyrði í minn garð. Þá snéri ég mér við og tjáði þeim að mér þætti þessi hegðun ekki í lagi.“
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira