Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 10:18 "Fleiri kaupmenn en kassar!“ Twitter Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan. Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan.
Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent