Ábyrgðin er útgerðarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Hvar liggja sársaukamörk almannahagsmuna þegar sjómannaverkfallið er annars vegar? Verkfallsrétturinn er mikilvægur og fulltrúar ríkisvaldsins mega ekki ganga yfir hann á skítugum skónum. Þess vegna voru ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra um að ríkið myndi ekki íhuga inngrip í kjaradeiluna skiljanleg. Í þeim fólust skilaboð um að ríkisstjórnin myndi standa vörð um verkfallsréttinn og það væri verkefni útgerðarinnar að semja við sjómenn, ekki ríkisins. Ísland má hins vegar ekki breytast í samfélag þar sem verkalýðsfélög halda stórum og mikilvægum atvinnugreinum í gíslingu til lengri tíma. Við sjáum hörmulega reynslu ríkja eins og Frakklands af slíku. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi sem með klösum skapar um fjórðung landsframleiðslunnar. Þótt ferðaþjónustan sé orðin verðmætasta atvinnugreinin verður Ísland alltaf samfélag þar sem stór hluti verðmætasköpunar hverfist um 200 mílna lögsöguna. Ferðamenn koma og fara eftir tískustraumum. Ísland er í tísku núna, rétt eins og Lofoten-eyjar í Noregi. Ábyrg nýting sjávarútvegsauðlindarinnar og markaðssetning á afurðum hennar er lífstíðarverkefni Íslendinga þar sem eftirspurn eftir verðmætu próteini deyr aldrei. Að halda öðru fram er hrein flónska. Kjaraviðræður sjómanna eru í ömurlegum hnút og staðan er þannig núna að það tapa allir á henni. Smærri söluaðilar í sjávarútvegi eru lítil fyrirtæki sem eiga ekki kvóta og þurfa að teygja sig mjög langt til að skapa verðmæti. Þessi fyrirtæki eiga allt sitt undir því að það sé stöðugt framboð af fiski. Viðskiptaforskot Íslendinga hefur lengi falist í afhendingaröryggi með ferskar sjávarafurðir. Það sem útgerðarfyrirtæki óttast mest er að raunverulegt tjón vegna verkfallsins muni koma fram síðar, jafnvel eftir einhver ár og það muni felast í því að orðspor Íslands sem afhendingaraðila á ferskvöru hafi skaðast varanlega. Í Bandaríkjunum blómstrar markaður fyrirtækja sem afhenda ferskan fisk heim að dyrum. Hér má nefna Amazon Fresh sem hefur einsett sér að verða stærsta fyrirtæki heims í afhendingu á ferskum fiski. Það væri þyngra en tárum taki ef afleiðingar sjómannaverkfallsins myndu raungerast í óbætanlegu orðsporstjóni Íslands. Fyrirtæki sem ekki höndla með auðlindina beint heldur kaupa afurðina innanlands og selja hana áfram eiga allt sitt undir því að orðspor Íslands sé gott. Þessi fyrirtæki reiða sig á „vörumerkið Ísland“. Það eru hagsmunir okkar allra að standa vörð um þetta vörumerki. Hvort sem við erum sjómenn, kvótakóngar eða alþingismenn. Stöðumat útgerðarfyrirtækja ætti að miða að því fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Tímabundið högg á efnahagsreikninga vegna krafna sjómanna skiptir minna máli en alþjóðlegt orðspor íslensks sjávarútvegs til langframa.Leiðarinn birtist í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvar liggja sársaukamörk almannahagsmuna þegar sjómannaverkfallið er annars vegar? Verkfallsrétturinn er mikilvægur og fulltrúar ríkisvaldsins mega ekki ganga yfir hann á skítugum skónum. Þess vegna voru ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra um að ríkið myndi ekki íhuga inngrip í kjaradeiluna skiljanleg. Í þeim fólust skilaboð um að ríkisstjórnin myndi standa vörð um verkfallsréttinn og það væri verkefni útgerðarinnar að semja við sjómenn, ekki ríkisins. Ísland má hins vegar ekki breytast í samfélag þar sem verkalýðsfélög halda stórum og mikilvægum atvinnugreinum í gíslingu til lengri tíma. Við sjáum hörmulega reynslu ríkja eins og Frakklands af slíku. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi sem með klösum skapar um fjórðung landsframleiðslunnar. Þótt ferðaþjónustan sé orðin verðmætasta atvinnugreinin verður Ísland alltaf samfélag þar sem stór hluti verðmætasköpunar hverfist um 200 mílna lögsöguna. Ferðamenn koma og fara eftir tískustraumum. Ísland er í tísku núna, rétt eins og Lofoten-eyjar í Noregi. Ábyrg nýting sjávarútvegsauðlindarinnar og markaðssetning á afurðum hennar er lífstíðarverkefni Íslendinga þar sem eftirspurn eftir verðmætu próteini deyr aldrei. Að halda öðru fram er hrein flónska. Kjaraviðræður sjómanna eru í ömurlegum hnút og staðan er þannig núna að það tapa allir á henni. Smærri söluaðilar í sjávarútvegi eru lítil fyrirtæki sem eiga ekki kvóta og þurfa að teygja sig mjög langt til að skapa verðmæti. Þessi fyrirtæki eiga allt sitt undir því að það sé stöðugt framboð af fiski. Viðskiptaforskot Íslendinga hefur lengi falist í afhendingaröryggi með ferskar sjávarafurðir. Það sem útgerðarfyrirtæki óttast mest er að raunverulegt tjón vegna verkfallsins muni koma fram síðar, jafnvel eftir einhver ár og það muni felast í því að orðspor Íslands sem afhendingaraðila á ferskvöru hafi skaðast varanlega. Í Bandaríkjunum blómstrar markaður fyrirtækja sem afhenda ferskan fisk heim að dyrum. Hér má nefna Amazon Fresh sem hefur einsett sér að verða stærsta fyrirtæki heims í afhendingu á ferskum fiski. Það væri þyngra en tárum taki ef afleiðingar sjómannaverkfallsins myndu raungerast í óbætanlegu orðsporstjóni Íslands. Fyrirtæki sem ekki höndla með auðlindina beint heldur kaupa afurðina innanlands og selja hana áfram eiga allt sitt undir því að orðspor Íslands sé gott. Þessi fyrirtæki reiða sig á „vörumerkið Ísland“. Það eru hagsmunir okkar allra að standa vörð um þetta vörumerki. Hvort sem við erum sjómenn, kvótakóngar eða alþingismenn. Stöðumat útgerðarfyrirtækja ætti að miða að því fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Tímabundið högg á efnahagsreikninga vegna krafna sjómanna skiptir minna máli en alþjóðlegt orðspor íslensks sjávarútvegs til langframa.Leiðarinn birtist í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun