Sport

Dana nær Diaz-bræðrum ekki í búrið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diaz-bræðurnir eru erfiðir.
Diaz-bræðurnir eru erfiðir. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, er búinn að bjóða bæði Nate og Nick Diaz nýja bardaga en þeir afþakka allt sem Dana býður þeim.

Nick Diaz var fyrst boðið að berjast við Robbie Lawler, fyrrum veltivigtarmeistara. Lawler samþykkti bardagann en Diaz hafnaði. Þá bauð Dana honum upp á Demian Maia en aftur hafnaði Diaz.

Nate Diaz hefur ekki barist síðan hann mætti Conor McGregor. Hann segist ekki vilja berjast nema hann fái að lágmarki 20 milljónir dollara fyrir bardagann. Það er líklega ekki að fara að gerast fyrr en hann berst næst við Conor.

Dana segist vera búinn að bjóða Nate bardaga og bíður eftir svari. Það svar kom á Twitter og má sjá hér að neðan.

Það verður því áfram bið á því að við sjáum þessa skrautlega bræður aftur í búrinu.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×