Umfjöllun, viðtöl og myndir: Skallagrímur - Snæfell 70-68 | Borgnesingar í úrslit í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson í Laugardalshöll skrifar 8. febrúar 2017 23:00 Það var hart barist í Höllinni í kvöld. vísir/anton Borgnesingar eru komnar í úrslit bikarsins í fyrsta sinn eftir ótrúlegan tveggja stiga sigur á Snæfelli í Maltbikarnum í kvöld 70-68 en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sigurkörfu Skallana rétt fyrir lok leiksins. Snæfell var sterkari aðilinn framan af og náði ellefu stiga forskoti í upphafi þriðja leikhluta en Borgnesingar gáfust ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn fyrir lokaleikhlutann. Lokamínúturnar voru æsispennandi og skiptust liðin á forskotinu en það var svo Sigrún sem tryggði Borgnesingum sigurinn með þriggja stiga körfu undir lokin. Var það fyrsta þriggja stiga karfa liðsins í leiknum og gat hún ekki komið á betri tíma. Snæfell fékk tækifæri til að koma leiknum í framlengingu eða stela sigrinum undir lokin en þriggja stiga skot úr horninu fór forgörðum eins og flestar þriggja stiga tilraunirnar í kvöld. Það verður því Skallagrímur sem mætir Keflavík í úrslitum bikarsins en þetta verður í fyrsta skiptið sem Borgnesingar leika til úrslita í bikarnum.Af hverju vann Skallagrímur? Sigurinn gat í raun dottið báðu megin og sagðist Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, vera hundsvekktur í viðtölum eftir leik þar sem sigur Skallagríms var að hans mati ósanngjarn. Það var hrollur í Borgnesingum framan af og nýtti reynslumikið lið Snæfells sér það til að ná góðu forskoti en Skallagrímskonur neituðu að gefast upp og fengu einu þriggja stiga körfuna sína í leiknum á besta tíma. Ef það ætti að taka eitthvað eitt út þá væri það varnarleikur Snæfells sem skilaði liðinu sigrinum en Skallagrímur fékk sautján stig eftir tapaðan bolta hjá Snæfelli og tuttugu stig eftir hraðaupphlaup.Bestu leikmenn vallarins: Sigrún sem setti niður sigurkörfuna var öflug á báðum endum vallarins í kvöld en ásamt því að setja niður tíu stig og taka ellefu fráköst stal hún fjórum boltum og gaf fimm stoðsendingar. Erlendu leikmenn liðanna skiptust á því að taka leikinn yfir en í fyrri hálfleik réðu Borgnesingar ekkert við Aaryn Wiley sem var með 21 stig. Bar hún sóknarleik Snæfells á herðum sér en hún hitti aðeins úr 3 af 14 skotum sínum í seinni hálfleik. Tavelyn Tillman sem náði sér engan vegin á strik í fyrri hálfleik var mun öflugari í seinni en hún setti niður sextán stig í seinni hálfleik þrátt fyrir að hitta illa í leiknum. Þá stigu Berglind Gunnarsdóttir og Andrea Björt Ólafsdóttir í liði Snæfells upp í fjarveru Aaryn í seinni hálfleik og settu niður 17 af 30 stigum Snæfells í seinni.Tölfræðin sem vakti athygli: Liðin sem eru fín þriggja stiga skotlið á venjulegum degi hittu afskaplega illa úr þriggja stiga skotunum í kvöld en það tók alls 30 tilraunir fyrir utan þriggja stiga línuna áður en fyrsta skotið fór niður. Hitti Skallagrímur aðeins úr einu skoti af tólf en Snæfell hitti aðeins úr einu skoti af 22. Komu mörg þessara skota í þriðja leikhluta þegar Skallagrímskonum tókst að vinna upp forskotið.Hvað gekk illa? Framan af virtist stóra sviðið vera að ná til Borgnesinga sem voru að leyfa Snæfellskonum að hirða fjölmörg sóknarfráköst sem leiddu til auðveldra stiga. Sóknarleikur Borgnesinga gekk ekki nægilega vel og það vantaði ákefð í varnarleikinn. Eftir að hafa náð ellefu stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks glutruðu Snæfellskonur leiknum einfaldlega niður í þriðja leikhluta á því að hætta að sækja á því sem virkaði. Gekk vel að sækja inn að körfunni en þær fóru þess í stað í að reyna áfram að láta þriggja stiga skotin detta með dræmum árangri. Sigrún Sjöfn: Bjargaði andlitinu með þessum þrist„Ég hafði trú á því að hann færi ofaní um leið og ég sleppti boltanum en fyrsta hugsunin var bara að við þyrftum að halda í vörninni,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, hetja Borgnesinga, aðspurð hvernig tilfinningin hefði verið að sjá sigurkörfuna detta niður. Það virtist vera einhver taugatitringur í liði Skallagríms framan af en þær lentu ellefu stigum undir í upphafi þriðja leikhluta. „Þetta var í fyrsta skiptið sem við mætum í þetta umhverfi og það var einhver taugatitringur í okkur framan af en við reyndum að mæta þeim af krafti. Þegar allt kemur til alls var þetta bara körfuboltaleikur, fimm inná í einu með einn bolta.“ Sigrún hrósaði dómurum leiksins fyrir að leyfa leikmönnum að láta til sín taka. „Það var hart barist í vörninni og það var ekkert gefins. Það var leyft mikið og leikmenn fengu að klára leikinn sem var flott hjá dómurunum, ég gef þeim prik fyrir það.“ Skallagrímskonur fengu boltann þegar 19,9 sekúndur voru eftir en Sigrún neyddist til að fara í langt skot vegna varnarvinnu Snæfells. „Það var allt annað kerfi sem við teiknuðum upp en þær lásu það strax og lokuðu vel á Tavylyn með tvídekkningu. Ég varð bara að láta vaða,“ sagði Sigrún sem sagðist hafa skuldað liðinu þetta. „Ég var búinn að vera skelfileg í öllum leiknum að hitta illa og tapa boltanum. Það var kannski fínt að bjarga andlitinu með því að setja niður þennan þrist.“ Andrea Björt: Keyrðu í bakið á okkur í seinni„Það má segja að maður sé svolítið kjaftstopp en það er ekki það sem gerði út um leikinn,“ sagði Andrea Björt Ólafsdóttir, leikmaður Snæfells, aðspurð út í sigurkörfuna í kvöld. „Við hættum að sækja inn á körfuna og þær byrjuðu að fá auðveldar körfur eftir hraðaupphlaup í staðin. Það er það sem gerir útslagið í þessum leik fannst mér.“ Snæfell hitti aðeins úr einu af 22 skotum fyrir utan línuna, þar af tíu í þriðja leikhluta. „Við hættum að sækja inn og sættum okkur við skotin fyrir utan. Þegar þau voru ekki að detta leyfðum við þeim að taka fráköstin og þær keyrðu í bakið á okkur,“ sagði Andrea og hélt áfram: „Við erum með fínar skyttur fyrir utan þriggja stiga línuna rétt eins og þær en bæði lið áttu í erfiðleikum með skotin í dag. Að hætta að fara inn á körfuna er það sem kostar okkur leikinn.“ Kristrún: Hélt að leikurinn væri að renna úr greipum okkar„Ef ég á að vera hreinskilinn þá virtist leikurinn vera að renna úr höndunum á okkur undir lokin en Sigrún klárar þetta fyrir okkur í dag með ótrúlegum þrist,“ sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Skallagríms, aðspurð út í tilfinningarnar á lokamínútunum. Leikurinn var afar kaflaskiptur. „Það er alltaf smá skrekkur þegar þú kemur í Höllina og við, rétt eins og þær vorum að hitta illa í leiknum. Við reyndum nýja aðferð í vörninni í fyrri hálfleik og gáfum þeim kannski of mörg auðveld skot.“ Borgnesingar fengu engan hárblásara í hálfleik þrátt fyrir að hafa verið skrefinu eftirá í fyrri hálfleik. „Manuel minnti okkur bara á að hafa gaman og að berjast fyrir hvora aðra. Það væri númer eitt, tvö og þrjú. Við vitum að þær eru með mjög sterkt lið en það erum við líka og við vissum að við gætum komist aftur inn í leikinn.“ Ingi: Verð lengi að jafna mig á þessu tapi„Það verður varla meira svekkjandi en þetta og mér þykir þetta þótt ég sé auðvitað hlutdrægur einfaldlega ósanngjarn sigur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svekktur að leikslokum. Sigrún setti niður sigurkörfuna þrátt fyrir að leikkerfið sem Borgnesingar hafi sett upp hafi klúðrast eftir frábæra varnarvinnu. „Það var frábærlega gert hjá stelpunum og við erum alveg í grillinu á Sigrúnu þegar hún setur skotið niður, eina þriggja stiga skotið þeirra í leiknum. Ég verð lengi að jafna mig á þessu.“ Sóknarleikur liðsins komst aldrei á flug í þriðja leikhluta sem hleypti Skallagrímskonum aftur inn í leikinn. „Bæði lið voru að skjóta skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna og við fórum að reyna að redda okkur fyrir utan línuna. Okkur tókst að komast aftur af stað en á endanum vorum við of varkárar og sóttum ekki nógu mikið inn á körfuna þótt við værum komnar með skotrétt,“ sagði Ingi og hélt áfram: „Í báðum hálfleikjum vorum við að missa þær inn fyrir okkur og hjálpin var ekki nægilega góð. Ég vill hinsvegar enda á að óska Skallagrímsliðinu til hamingju og þetta verður hörkuleikur á laugardaginn.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Borgnesingar eru komnar í úrslit bikarsins í fyrsta sinn eftir ótrúlegan tveggja stiga sigur á Snæfelli í Maltbikarnum í kvöld 70-68 en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sigurkörfu Skallana rétt fyrir lok leiksins. Snæfell var sterkari aðilinn framan af og náði ellefu stiga forskoti í upphafi þriðja leikhluta en Borgnesingar gáfust ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn fyrir lokaleikhlutann. Lokamínúturnar voru æsispennandi og skiptust liðin á forskotinu en það var svo Sigrún sem tryggði Borgnesingum sigurinn með þriggja stiga körfu undir lokin. Var það fyrsta þriggja stiga karfa liðsins í leiknum og gat hún ekki komið á betri tíma. Snæfell fékk tækifæri til að koma leiknum í framlengingu eða stela sigrinum undir lokin en þriggja stiga skot úr horninu fór forgörðum eins og flestar þriggja stiga tilraunirnar í kvöld. Það verður því Skallagrímur sem mætir Keflavík í úrslitum bikarsins en þetta verður í fyrsta skiptið sem Borgnesingar leika til úrslita í bikarnum.Af hverju vann Skallagrímur? Sigurinn gat í raun dottið báðu megin og sagðist Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, vera hundsvekktur í viðtölum eftir leik þar sem sigur Skallagríms var að hans mati ósanngjarn. Það var hrollur í Borgnesingum framan af og nýtti reynslumikið lið Snæfells sér það til að ná góðu forskoti en Skallagrímskonur neituðu að gefast upp og fengu einu þriggja stiga körfuna sína í leiknum á besta tíma. Ef það ætti að taka eitthvað eitt út þá væri það varnarleikur Snæfells sem skilaði liðinu sigrinum en Skallagrímur fékk sautján stig eftir tapaðan bolta hjá Snæfelli og tuttugu stig eftir hraðaupphlaup.Bestu leikmenn vallarins: Sigrún sem setti niður sigurkörfuna var öflug á báðum endum vallarins í kvöld en ásamt því að setja niður tíu stig og taka ellefu fráköst stal hún fjórum boltum og gaf fimm stoðsendingar. Erlendu leikmenn liðanna skiptust á því að taka leikinn yfir en í fyrri hálfleik réðu Borgnesingar ekkert við Aaryn Wiley sem var með 21 stig. Bar hún sóknarleik Snæfells á herðum sér en hún hitti aðeins úr 3 af 14 skotum sínum í seinni hálfleik. Tavelyn Tillman sem náði sér engan vegin á strik í fyrri hálfleik var mun öflugari í seinni en hún setti niður sextán stig í seinni hálfleik þrátt fyrir að hitta illa í leiknum. Þá stigu Berglind Gunnarsdóttir og Andrea Björt Ólafsdóttir í liði Snæfells upp í fjarveru Aaryn í seinni hálfleik og settu niður 17 af 30 stigum Snæfells í seinni.Tölfræðin sem vakti athygli: Liðin sem eru fín þriggja stiga skotlið á venjulegum degi hittu afskaplega illa úr þriggja stiga skotunum í kvöld en það tók alls 30 tilraunir fyrir utan þriggja stiga línuna áður en fyrsta skotið fór niður. Hitti Skallagrímur aðeins úr einu skoti af tólf en Snæfell hitti aðeins úr einu skoti af 22. Komu mörg þessara skota í þriðja leikhluta þegar Skallagrímskonum tókst að vinna upp forskotið.Hvað gekk illa? Framan af virtist stóra sviðið vera að ná til Borgnesinga sem voru að leyfa Snæfellskonum að hirða fjölmörg sóknarfráköst sem leiddu til auðveldra stiga. Sóknarleikur Borgnesinga gekk ekki nægilega vel og það vantaði ákefð í varnarleikinn. Eftir að hafa náð ellefu stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks glutruðu Snæfellskonur leiknum einfaldlega niður í þriðja leikhluta á því að hætta að sækja á því sem virkaði. Gekk vel að sækja inn að körfunni en þær fóru þess í stað í að reyna áfram að láta þriggja stiga skotin detta með dræmum árangri. Sigrún Sjöfn: Bjargaði andlitinu með þessum þrist„Ég hafði trú á því að hann færi ofaní um leið og ég sleppti boltanum en fyrsta hugsunin var bara að við þyrftum að halda í vörninni,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, hetja Borgnesinga, aðspurð hvernig tilfinningin hefði verið að sjá sigurkörfuna detta niður. Það virtist vera einhver taugatitringur í liði Skallagríms framan af en þær lentu ellefu stigum undir í upphafi þriðja leikhluta. „Þetta var í fyrsta skiptið sem við mætum í þetta umhverfi og það var einhver taugatitringur í okkur framan af en við reyndum að mæta þeim af krafti. Þegar allt kemur til alls var þetta bara körfuboltaleikur, fimm inná í einu með einn bolta.“ Sigrún hrósaði dómurum leiksins fyrir að leyfa leikmönnum að láta til sín taka. „Það var hart barist í vörninni og það var ekkert gefins. Það var leyft mikið og leikmenn fengu að klára leikinn sem var flott hjá dómurunum, ég gef þeim prik fyrir það.“ Skallagrímskonur fengu boltann þegar 19,9 sekúndur voru eftir en Sigrún neyddist til að fara í langt skot vegna varnarvinnu Snæfells. „Það var allt annað kerfi sem við teiknuðum upp en þær lásu það strax og lokuðu vel á Tavylyn með tvídekkningu. Ég varð bara að láta vaða,“ sagði Sigrún sem sagðist hafa skuldað liðinu þetta. „Ég var búinn að vera skelfileg í öllum leiknum að hitta illa og tapa boltanum. Það var kannski fínt að bjarga andlitinu með því að setja niður þennan þrist.“ Andrea Björt: Keyrðu í bakið á okkur í seinni„Það má segja að maður sé svolítið kjaftstopp en það er ekki það sem gerði út um leikinn,“ sagði Andrea Björt Ólafsdóttir, leikmaður Snæfells, aðspurð út í sigurkörfuna í kvöld. „Við hættum að sækja inn á körfuna og þær byrjuðu að fá auðveldar körfur eftir hraðaupphlaup í staðin. Það er það sem gerir útslagið í þessum leik fannst mér.“ Snæfell hitti aðeins úr einu af 22 skotum fyrir utan línuna, þar af tíu í þriðja leikhluta. „Við hættum að sækja inn og sættum okkur við skotin fyrir utan. Þegar þau voru ekki að detta leyfðum við þeim að taka fráköstin og þær keyrðu í bakið á okkur,“ sagði Andrea og hélt áfram: „Við erum með fínar skyttur fyrir utan þriggja stiga línuna rétt eins og þær en bæði lið áttu í erfiðleikum með skotin í dag. Að hætta að fara inn á körfuna er það sem kostar okkur leikinn.“ Kristrún: Hélt að leikurinn væri að renna úr greipum okkar„Ef ég á að vera hreinskilinn þá virtist leikurinn vera að renna úr höndunum á okkur undir lokin en Sigrún klárar þetta fyrir okkur í dag með ótrúlegum þrist,“ sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Skallagríms, aðspurð út í tilfinningarnar á lokamínútunum. Leikurinn var afar kaflaskiptur. „Það er alltaf smá skrekkur þegar þú kemur í Höllina og við, rétt eins og þær vorum að hitta illa í leiknum. Við reyndum nýja aðferð í vörninni í fyrri hálfleik og gáfum þeim kannski of mörg auðveld skot.“ Borgnesingar fengu engan hárblásara í hálfleik þrátt fyrir að hafa verið skrefinu eftirá í fyrri hálfleik. „Manuel minnti okkur bara á að hafa gaman og að berjast fyrir hvora aðra. Það væri númer eitt, tvö og þrjú. Við vitum að þær eru með mjög sterkt lið en það erum við líka og við vissum að við gætum komist aftur inn í leikinn.“ Ingi: Verð lengi að jafna mig á þessu tapi„Það verður varla meira svekkjandi en þetta og mér þykir þetta þótt ég sé auðvitað hlutdrægur einfaldlega ósanngjarn sigur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svekktur að leikslokum. Sigrún setti niður sigurkörfuna þrátt fyrir að leikkerfið sem Borgnesingar hafi sett upp hafi klúðrast eftir frábæra varnarvinnu. „Það var frábærlega gert hjá stelpunum og við erum alveg í grillinu á Sigrúnu þegar hún setur skotið niður, eina þriggja stiga skotið þeirra í leiknum. Ég verð lengi að jafna mig á þessu.“ Sóknarleikur liðsins komst aldrei á flug í þriðja leikhluta sem hleypti Skallagrímskonum aftur inn í leikinn. „Bæði lið voru að skjóta skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna og við fórum að reyna að redda okkur fyrir utan línuna. Okkur tókst að komast aftur af stað en á endanum vorum við of varkárar og sóttum ekki nógu mikið inn á körfuna þótt við værum komnar með skotrétt,“ sagði Ingi og hélt áfram: „Í báðum hálfleikjum vorum við að missa þær inn fyrir okkur og hjálpin var ekki nægilega góð. Ég vill hinsvegar enda á að óska Skallagrímsliðinu til hamingju og þetta verður hörkuleikur á laugardaginn.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum