Vanhugsaður virðisauki Magnús Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Það verður ball á Bessastöðum í kvöld, eða því sem næst, en þá verður þar húsfyllir af ægilegum verum sem í daglegu tali kallast rithöfundar. Tilefnið er afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016, en verðlaunað er í þremur flokkum: Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna- og ungmennabækur og loks fagurbókmenntir. Allt bækur sem skipta máli og við, bókaþjóðin á enda veraldar, eigum vonandi eftir að halda áfram að lesa um ókomin ár vegna þess að góðar bækur eru mannbætandi. Manneskja sem les góðar bækur eykur skilning sinn á heiminum. Á mannlegu eðli, landinu og náttúrunni, vísindum og listum, gleði okkar og sorgum, jafnvel sjálfri ástinni. Síðu eftir síðu, bók eftir bók er lestur þannig virðisaukandi fyrir manneskjuna. Einstaklingana sem móta samfélag sem þarf á því að halda fólk sé í senn upplýst og vel meinandi til þess að þar dafni framfarir og velferð. Lestur er hinn eiginlegi virðisauki samfélagsins af bókum. En virðisaukaskattur stjórnvalda á bækur er hins vegar þrándur í götu lesturs. Vanhugsuð álagning á aðgengi almennings að bókum. Virðisaukaskattur á bókum felur í sér álögur á almenning sem hefur vilja til þess að lesa góðar og fræðandi bækur með sama hætti og hann er íþyngjandi fyrir námsmenn allt frá því að grunnskólanámi lýkur. Það er skammsýn skattlagning í samfélagi sem þarf á vel menntuðu fólki að halda til þess að þokast til framfara og velferðar. Og það er ekki eins og allt það fjármagn sem fer í ríkiskassann fari í að fjárfesta í íslenskum bókmenntum, hvers eðlis sem þær eru, því þar hallar svo sannarlega verulega á bækurnar og lesendur þeirra. Ríkið fær sem sagt langtum meira inn en það skilar til baka til bókasamfélagsins og hefur gert lengi. Það eru lesendur sem greiða mismuninn. Lesendur sem eru í námi eða vilja njóta góðra bókmennta. Fræðast, þroskast og bæta sig fyrir tilstilli töfra lestursins. Þetta er ekki bara skammsýni, þetta er hreint út sagt arfavitlaust – þið afsakið orðbragðið. En í dag er uppskeruhátíð íslenskra bókmennta og af því við Íslendingar elskum bókmenntir þá er ballið á Bessastöðum og sjálfur forsetinn afhendir verðlaunin. Auðvitað sýnist sitt hverjum um hvern á að verðlauna og fyrir hvaða bók en það er ekki það sem öllu máli skiptir. Það sem öllu máli skiptir er tækifærið fyrir nýjan ráðherra mennta- og menningarmála á Íslandi til þess að snúa okkur af þessari braut álagningar á menntum og lestur landsmanna. Að sýna og sanna að það sé raunverulegur vilji hjá nýrri ríkisstjórn til þess að jafna aðstöðumun við menntun, bæta aðgengi landsmanna að góðu lesefni og leggja þung lóð á vogarskálina í baráttunni fyrir íslenskunni. Tungumálinu sem mótar og skilgreinir bókaþjóðina. Tungumáli íslenskra lesenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Það verður ball á Bessastöðum í kvöld, eða því sem næst, en þá verður þar húsfyllir af ægilegum verum sem í daglegu tali kallast rithöfundar. Tilefnið er afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016, en verðlaunað er í þremur flokkum: Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna- og ungmennabækur og loks fagurbókmenntir. Allt bækur sem skipta máli og við, bókaþjóðin á enda veraldar, eigum vonandi eftir að halda áfram að lesa um ókomin ár vegna þess að góðar bækur eru mannbætandi. Manneskja sem les góðar bækur eykur skilning sinn á heiminum. Á mannlegu eðli, landinu og náttúrunni, vísindum og listum, gleði okkar og sorgum, jafnvel sjálfri ástinni. Síðu eftir síðu, bók eftir bók er lestur þannig virðisaukandi fyrir manneskjuna. Einstaklingana sem móta samfélag sem þarf á því að halda fólk sé í senn upplýst og vel meinandi til þess að þar dafni framfarir og velferð. Lestur er hinn eiginlegi virðisauki samfélagsins af bókum. En virðisaukaskattur stjórnvalda á bækur er hins vegar þrándur í götu lesturs. Vanhugsuð álagning á aðgengi almennings að bókum. Virðisaukaskattur á bókum felur í sér álögur á almenning sem hefur vilja til þess að lesa góðar og fræðandi bækur með sama hætti og hann er íþyngjandi fyrir námsmenn allt frá því að grunnskólanámi lýkur. Það er skammsýn skattlagning í samfélagi sem þarf á vel menntuðu fólki að halda til þess að þokast til framfara og velferðar. Og það er ekki eins og allt það fjármagn sem fer í ríkiskassann fari í að fjárfesta í íslenskum bókmenntum, hvers eðlis sem þær eru, því þar hallar svo sannarlega verulega á bækurnar og lesendur þeirra. Ríkið fær sem sagt langtum meira inn en það skilar til baka til bókasamfélagsins og hefur gert lengi. Það eru lesendur sem greiða mismuninn. Lesendur sem eru í námi eða vilja njóta góðra bókmennta. Fræðast, þroskast og bæta sig fyrir tilstilli töfra lestursins. Þetta er ekki bara skammsýni, þetta er hreint út sagt arfavitlaust – þið afsakið orðbragðið. En í dag er uppskeruhátíð íslenskra bókmennta og af því við Íslendingar elskum bókmenntir þá er ballið á Bessastöðum og sjálfur forsetinn afhendir verðlaunin. Auðvitað sýnist sitt hverjum um hvern á að verðlauna og fyrir hvaða bók en það er ekki það sem öllu máli skiptir. Það sem öllu máli skiptir er tækifærið fyrir nýjan ráðherra mennta- og menningarmála á Íslandi til þess að snúa okkur af þessari braut álagningar á menntum og lestur landsmanna. Að sýna og sanna að það sé raunverulegur vilji hjá nýrri ríkisstjórn til þess að jafna aðstöðumun við menntun, bæta aðgengi landsmanna að góðu lesefni og leggja þung lóð á vogarskálina í baráttunni fyrir íslenskunni. Tungumálinu sem mótar og skilgreinir bókaþjóðina. Tungumáli íslenskra lesenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. febrúar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun