Ragnhildur og Edda gefa út bók um jafnréttismál Guðný Hrönn skrifar 7. febrúar 2017 14:30 Ragnhildur Steinunn og Edda Hermannsdóttir. Vísir/Ernir „Karlar þurfa líka að blása í jafnréttislúðrana og það er ekki nóg fyrir stjórnendur að aðhyllast jafnréttisstefnu, þeir þurfa að innleiða breytingarnar,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir en hún og Edda Hermannsdóttir gefa út bókina Forystuþjóð í næstu viku í samvinnu við Samtök Atvinnulífsins. Bókin er viðtalsbók um jafnréttismál og hafa þær unnið að bókinni í rúmt ár. „Okkur fannst umræðan hafa verið fremur einsleit og vildum draga fleiri karla inn í hana. Allar raddir þurfa að heyrast. Það var sérstaklega áhugavert að skoða jafnréttismálin út frá ólíkum atvinnugreinum, sem eru augljóslega komnar mislangt,“ segir Edda. Í bókinni er rætt við yfir þrjátíu valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra, áskoranir og árangur þegar kemur að jafnréttismálum. „Það er virkilega gaman að sjá hversu mikill áhugi er á þessu málefni og nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja forkeypt bókina fyrir starfsfólk og stjórnendur. Við erum vissulega forystuþjóð þegar kemur að jafnréttismálum. Það þýðir hins vegar ekki að við getum lagt árar í bát því við erum ekki enn komin í land,“ segir Ragnhildur Steinunn. Forystuþjóð kemur út fimmtudaginn 16. febrúar en hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem birtist á Facebook-síðu bókarinnar. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Karlar þurfa líka að blása í jafnréttislúðrana og það er ekki nóg fyrir stjórnendur að aðhyllast jafnréttisstefnu, þeir þurfa að innleiða breytingarnar,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir en hún og Edda Hermannsdóttir gefa út bókina Forystuþjóð í næstu viku í samvinnu við Samtök Atvinnulífsins. Bókin er viðtalsbók um jafnréttismál og hafa þær unnið að bókinni í rúmt ár. „Okkur fannst umræðan hafa verið fremur einsleit og vildum draga fleiri karla inn í hana. Allar raddir þurfa að heyrast. Það var sérstaklega áhugavert að skoða jafnréttismálin út frá ólíkum atvinnugreinum, sem eru augljóslega komnar mislangt,“ segir Edda. Í bókinni er rætt við yfir þrjátíu valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra, áskoranir og árangur þegar kemur að jafnréttismálum. „Það er virkilega gaman að sjá hversu mikill áhugi er á þessu málefni og nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja forkeypt bókina fyrir starfsfólk og stjórnendur. Við erum vissulega forystuþjóð þegar kemur að jafnréttismálum. Það þýðir hins vegar ekki að við getum lagt árar í bát því við erum ekki enn komin í land,“ segir Ragnhildur Steinunn. Forystuþjóð kemur út fimmtudaginn 16. febrúar en hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem birtist á Facebook-síðu bókarinnar.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira