Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 13:29 Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK. Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK.
Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira