Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:39 Hvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins Vísir/AFP James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira