Endurkoma kóreska uppvakningsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. febrúar 2017 22:45 Chan Sung Jung með "Twister“. Vísir/Getty Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira