Umræðan um verðlag á Íslandi þyrfti að byggja oftar á staðreyndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 10:39 Hér ber að líta ávexti í íslenskri verslun sem flytja þarf inn að utan. Vísir/Vilhelm Jón Björnsson, forstjóri Festi, segir umræðuna um verðlag á Íslandi ekki alltaf byggða á staðreyndum. Hann dregur þó ekkert úr því að upplifun viðskiptavina af verðlagi kunni að vera rétt en undirstrikar að það skipti máli hvar og hvernig fólk verslar. Rætt var við Jón í Bítinu í morgun þar sem honum var gert að svara fyrir Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli síðustu daga. Þar greinir ósáttur neytandi frá kynnum sínum af íslenskri verslun og gagnrýnir hátt verðlag og lök gæði, samanborið við verslanir erlendis. Færsluna má sjá hér að neðan.Magn og umhverfi „Það sem við skoðum og berum okkur saman við er hvernig álagning smásöluaðila á Íslandi sé samanborið við í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón og tekur Danmörku sem dæmi, þrátt fyrir að markaðurinn þar sé 17 sinnum stærri en hér. „Sem þýðir það að þegar ég kaupi eitt bretti af jarðaberjum þá kaupir danski aðilinn væntanlega 17,“ segir Jón og bætir við að það myndi eflaust skila honum betra innkaupsverði. Þegar kemur að álagningu verslana sé sagan hins vegar önnur. Hún sé, ef eitthvað er, lægri en í nágrannalöndum okkar.Jón Björnsson, forstjóri Festi.Vísir/EyþórVerðmunurinn byggist þó ekki einungis á magni innkaupanna heldur einnig því umhverfi sem íslenskir neytendur búa við að sögn Jóns. Hér eru til að mynda ekki margir framleiðendur í mörgum vöruflokkum, svo sem mjólkurvörum þar sem Mjólkursamsalan situr nær ein um hituna. Aðspurður um hvers vegna styrking krónunnar að undanförnu hafi ekki skilað sér betur í vasa neytenda segir Jón að samsetning matarkörfunnar spili þar rullu. Sjötíu prósent þeirra matvæla sem Íslendingar kaupa séu framleidd hér heima. Þrátt fyrir að aðföng að utan séu notuð í innlenda matvælaframleiðslu vegi „verulegar launahækkanir“ hér á landi að undanförnu upp á móti. Jón bendir sérstaklega á að landbúnaðarvörur hafi þannig ekki hækkað í verði svo neinu nemur á undanförnum árum. Hvað gæði vörunnar varðar segir Jón ekki hægt að líta hjá því að Ísland sé eftir allt saman eyja og að grænmeti og ávextir séu hingað flutt í einum gámi á viku. Þrátt fyrir að vörurnar séu af hæstu gæðum þegar í gáminn er komið þá sé óraunhæft að gera nákvæmlega sömu kröfu til gæðanna þegar til landsins er komið. Samanburðurinn við útlönd, þar sem hægt er panta vöruna og fá hana afhenta nær samdægurs, sé því óraunhæfur. Spjall þeirra Bítiskarla við Jón Björnsson má heyra í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Jón Björnsson, forstjóri Festi, segir umræðuna um verðlag á Íslandi ekki alltaf byggða á staðreyndum. Hann dregur þó ekkert úr því að upplifun viðskiptavina af verðlagi kunni að vera rétt en undirstrikar að það skipti máli hvar og hvernig fólk verslar. Rætt var við Jón í Bítinu í morgun þar sem honum var gert að svara fyrir Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli síðustu daga. Þar greinir ósáttur neytandi frá kynnum sínum af íslenskri verslun og gagnrýnir hátt verðlag og lök gæði, samanborið við verslanir erlendis. Færsluna má sjá hér að neðan.Magn og umhverfi „Það sem við skoðum og berum okkur saman við er hvernig álagning smásöluaðila á Íslandi sé samanborið við í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón og tekur Danmörku sem dæmi, þrátt fyrir að markaðurinn þar sé 17 sinnum stærri en hér. „Sem þýðir það að þegar ég kaupi eitt bretti af jarðaberjum þá kaupir danski aðilinn væntanlega 17,“ segir Jón og bætir við að það myndi eflaust skila honum betra innkaupsverði. Þegar kemur að álagningu verslana sé sagan hins vegar önnur. Hún sé, ef eitthvað er, lægri en í nágrannalöndum okkar.Jón Björnsson, forstjóri Festi.Vísir/EyþórVerðmunurinn byggist þó ekki einungis á magni innkaupanna heldur einnig því umhverfi sem íslenskir neytendur búa við að sögn Jóns. Hér eru til að mynda ekki margir framleiðendur í mörgum vöruflokkum, svo sem mjólkurvörum þar sem Mjólkursamsalan situr nær ein um hituna. Aðspurður um hvers vegna styrking krónunnar að undanförnu hafi ekki skilað sér betur í vasa neytenda segir Jón að samsetning matarkörfunnar spili þar rullu. Sjötíu prósent þeirra matvæla sem Íslendingar kaupa séu framleidd hér heima. Þrátt fyrir að aðföng að utan séu notuð í innlenda matvælaframleiðslu vegi „verulegar launahækkanir“ hér á landi að undanförnu upp á móti. Jón bendir sérstaklega á að landbúnaðarvörur hafi þannig ekki hækkað í verði svo neinu nemur á undanförnum árum. Hvað gæði vörunnar varðar segir Jón ekki hægt að líta hjá því að Ísland sé eftir allt saman eyja og að grænmeti og ávextir séu hingað flutt í einum gámi á viku. Þrátt fyrir að vörurnar séu af hæstu gæðum þegar í gáminn er komið þá sé óraunhæft að gera nákvæmlega sömu kröfu til gæðanna þegar til landsins er komið. Samanburðurinn við útlönd, þar sem hægt er panta vöruna og fá hana afhenta nær samdægurs, sé því óraunhæfur. Spjall þeirra Bítiskarla við Jón Björnsson má heyra í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent