Rappveisla í Laugardalshöllinni í sumar - Young Thug kemur til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. febrúar 2017 09:15 Young Thug hefur aldrei verið þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir, hvorki í tónlistarsköpun sinni, klæðaburði né nokkru öðru. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp-„actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co-headliner“, þannig að þeir taka þrjátíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í tilkynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tónleikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP-miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upplýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar. Kronik Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp-„actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co-headliner“, þannig að þeir taka þrjátíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í tilkynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tónleikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP-miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upplýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar.
Kronik Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira