Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut. Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut.
Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08