John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 23:30 John McCain. Vísir/EPA John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira