Innlent

„Eigum bara að segja já“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. Vísir/Vilhelm
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að ríkið grípi inn í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna og samþykki kröfu þeirra um skattfrjálsa fæðispeninga. Deilan sé komin á þann stað að finna þurfi lausn strax – jafnvel þó það þýði að farið verði á sveig við reglur.

„Ég held að í þessu tilfelli, þrátt fyrir að við þurfum aðeins að sveigja þessar reglur eða búa til nýjar reglur, þá held ég að við verðum að gera það vegna þess að deilan er komin á þann stað að hún verður ekki leyst öðruvísi en með þessum hætti. Ég segi, í mínum huga er þetta ákvörðun sem menn þurfa að taka og það strax,“ segir Ásmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Deila sjómanna og útgerðarmanna er í algjörum hnút. Náðst hafa samningar þeirra á milli og drög að samningi liggja á borðinu tilbúin til undirritunar, en það eina sem þarf að mati deiluaðila er að hið opinbera breyti lögum til að dagpeningar sjómanna verði gerðir skattfrjálsir.

„Þetta er það mikið réttlætismál gagnvart sjómönnum. Þó þetta sé ekki algjörlega sambærilegt og ferðadagpeningar þá er búið að taka af þeim sjómannaafsláttinn og þeir óska eftir að fá þessa peninga skattfrjálsa; 2.350 krónur á dag. Við eigum bara að segja já við því. Klára það og koma þessum mikilvæga þætti atvinnulífsins af stað,“ segir Ásmundur, en hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×