Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2017 18:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent