Íslendingar gera mönnum kleift að klífa Everest í sýndarveruleika Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 14:15 Þetta verða allir að prófa. Íslenska sýndarveruleikafyrirtækið, Sólfar Studios, framleiðandi ásamt RVX að sýndarveruleikaupplifuninni EVEREST VR tilkynnti í dag að hin Konunglega Landfræðistofnun Bretlands (the Royal Geographical Society with IBG) hefur þegið að gjöf EVEREST VR sem muni þannig verða varanlegur hluti af Everest safni stofnunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólfar. EVEREST VR var upphaflega gefið út í fyrra og vakti mikla athygli með hvernig tekist til að fanga þá upplifun að klifra hæsta fjall í heimi ásamt víðfeðmi þess. Sólfar hefur unnið áfram að þróun þessarar upplifunar og þá sér í lagi hvað varðar fræðigildi hennar. Það er meðal annars með því að bæta við 18 sögulegum leiðum upp fjallið sem notendur geta fylgt eftir á eigin hraða og upplifað frá mismunandi stærðargráðum, allt frá því að vera á mennskum skala yfir í það að gnæfa 1.5 km yfir landslaginu. Að sjálfsögðu er ein leiðin sú sem Edmund Hillary og Tenzing Norgay fóru er þeim tókst fyrstum manna að ná alla leið upp á tind fjallsins.Mikið safn af myndum „Þegar við kynntum okkur starfsemi hinnar konunglegu stofnunar og það gríðarlega safn af sögulegum ljósmyndum sem þeir höfðu í Everest safni sínu vildum við strax finna leiðir til að koma þeim á framfæri í VR upplifun okkar, og þá sér í lagi myndirnar af 1953 leiðangrinum þannig að menn gætu áttað sig betur á þessum sögulega atburði í sókn manna til að kanna hið óþekkta,” segir Kjartan Pierre Emilsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Sólfars. „Hinn einstaki hæfileiki sýndarveruleika til að flytja fólk á annars ómögulega staði er eitthvað sem við trúum sterklega á og er það okkur mikill heiður að þessi virðulega stofnun sjái einnig þarna mikla möguleika til að styðja við sinn tilgang.” EVEREST VR gjöfin er hugsuð til að styðja við góðgerða- og fræðsluhlutverk stofnunarinnar í að auka sýnileika og þekkingu á hinu sögulega Everest safni. Upplifunin verður notuð í kynningum og sýningum fyrir almenning, skóla og fræðimenn í Bretlandi í tengslum við Everest safn stofnunarinnar. Jafnframt verður hún einnig notuð við þjálfun og undirbúning ferða. „Við erum virkilega ánægð með þessa höfðinglegu gjöf og það að setja sögulegt myndefni úr safni okkar í samhengi við landslagið sjálft í sýndarveruleika gefur áhorfanda allt aðra upplifun og skilning,” segir Alasdair MacLeod, yfirmaður Enterprise and Resources hjá stofnuninni. Gjöf EVEREST VR til RGS-IBG var möguleg með góðri hjálp frá HTC, NVIDIA og Scan Computers, sem öll gáfu vélbúnaðinn sem nauðsynlegur er til að stilla upp EVEREST VR í sýndarveruleika í safni þeirra í Kensington í London. Peter Frolund, VP fyrir VR (Evrópu) hjá HTC segir EVEREST VR bjóða uppá stórkostlega ferð á hæsta tind jarðar í óviðjafnanlegum myndgæðum og með þá getu að geta raunverulega hreyft sig um í umhverfinu sem einungis er mögulegt með notkun HTC Vive sýndarveruleikabúnaðar. „Sýndarveruleiki er ótrúlegt tól til að upplifa og kanna raunverulega staði sem fæstir hafa möguleika á að komast til á sinni ævi og því erum við stolt af því að styðja við þessa upplifun og styðja góð verk Royal Geographical Society með HTC Vive.“ „Að klífa Everest er á óskalista margra fjallagarpa og adrenalínfíkla en aðeins fáir útvaldir ná þeim árangri,” segor Jason Paul, yfirmaður fyrir VR hjá NVIDIA. „NVIDIA hefur unnið mjög náið með Sólfar Studios svo að þeir gætu nýtt sér nýjustu tækni einsog NVIDIA Turbulence og VRWorks í gerð EVEREST VR til að auka trúverðugleika og raunveruleika upplifunarinnar þannig að hún verði sem næst því að vera á staðnum. Við erum mjög spennt að styðja við þessa upplifun og að sjá hana sem varanlegan hluta af Everest safni Royal Geographical Society.“Sólfar StudiosSólfar Studios, var stofnað í Reykjavík í október 2014 af reynsluboltum úr tölvuleikjaiðnaðinum, og hefur það að markmiði sínu að þróa og gefa út sýndarveruleikaupplifanir og verða leiðandi fyrirtæki á þessu sviði. Sólfar eru með nokkrar vörur í þróun fyrir allar tegundir VR tækja, þar á meðal PlayStation VR, HTC Vive og Oculus Rift.RGS-IBGHin Konunglega Landræðistofnun (Royal Geographical Society) og Breskra Landfræðingastofnunin (Institute of British Geographers) mynda saman fræðastofnun fyrir landafræði í Bretlandi. Frá stofnun hennar 1830 hefur hún haft að markmiði sínu þróun og kynningu á landfræðilegri þekkingu og því hvernig hún nýtist við þær áskoranir sem þjóðfélag og umhverfi þurfa að kljást við. Innan um yfir 2 miljón safnmuni, hefur stofnunin að geyma meira en 500,000 ljósmyndir, teikningar og kvikmyndir sem safnast hafa frá stofnun hennar. Það safn inniheldur sumar af mikilvægustu myndum á sviði landkönnunar, leiðangra og landauppgötvana með yfir 20,000 myndir og tengd skjöl sem lýsa þeim 9 bresku Everest leiðöngrum sem farnir voru frá 1921 til 1953. Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Íslenska sýndarveruleikafyrirtækið, Sólfar Studios, framleiðandi ásamt RVX að sýndarveruleikaupplifuninni EVEREST VR tilkynnti í dag að hin Konunglega Landfræðistofnun Bretlands (the Royal Geographical Society with IBG) hefur þegið að gjöf EVEREST VR sem muni þannig verða varanlegur hluti af Everest safni stofnunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólfar. EVEREST VR var upphaflega gefið út í fyrra og vakti mikla athygli með hvernig tekist til að fanga þá upplifun að klifra hæsta fjall í heimi ásamt víðfeðmi þess. Sólfar hefur unnið áfram að þróun þessarar upplifunar og þá sér í lagi hvað varðar fræðigildi hennar. Það er meðal annars með því að bæta við 18 sögulegum leiðum upp fjallið sem notendur geta fylgt eftir á eigin hraða og upplifað frá mismunandi stærðargráðum, allt frá því að vera á mennskum skala yfir í það að gnæfa 1.5 km yfir landslaginu. Að sjálfsögðu er ein leiðin sú sem Edmund Hillary og Tenzing Norgay fóru er þeim tókst fyrstum manna að ná alla leið upp á tind fjallsins.Mikið safn af myndum „Þegar við kynntum okkur starfsemi hinnar konunglegu stofnunar og það gríðarlega safn af sögulegum ljósmyndum sem þeir höfðu í Everest safni sínu vildum við strax finna leiðir til að koma þeim á framfæri í VR upplifun okkar, og þá sér í lagi myndirnar af 1953 leiðangrinum þannig að menn gætu áttað sig betur á þessum sögulega atburði í sókn manna til að kanna hið óþekkta,” segir Kjartan Pierre Emilsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Sólfars. „Hinn einstaki hæfileiki sýndarveruleika til að flytja fólk á annars ómögulega staði er eitthvað sem við trúum sterklega á og er það okkur mikill heiður að þessi virðulega stofnun sjái einnig þarna mikla möguleika til að styðja við sinn tilgang.” EVEREST VR gjöfin er hugsuð til að styðja við góðgerða- og fræðsluhlutverk stofnunarinnar í að auka sýnileika og þekkingu á hinu sögulega Everest safni. Upplifunin verður notuð í kynningum og sýningum fyrir almenning, skóla og fræðimenn í Bretlandi í tengslum við Everest safn stofnunarinnar. Jafnframt verður hún einnig notuð við þjálfun og undirbúning ferða. „Við erum virkilega ánægð með þessa höfðinglegu gjöf og það að setja sögulegt myndefni úr safni okkar í samhengi við landslagið sjálft í sýndarveruleika gefur áhorfanda allt aðra upplifun og skilning,” segir Alasdair MacLeod, yfirmaður Enterprise and Resources hjá stofnuninni. Gjöf EVEREST VR til RGS-IBG var möguleg með góðri hjálp frá HTC, NVIDIA og Scan Computers, sem öll gáfu vélbúnaðinn sem nauðsynlegur er til að stilla upp EVEREST VR í sýndarveruleika í safni þeirra í Kensington í London. Peter Frolund, VP fyrir VR (Evrópu) hjá HTC segir EVEREST VR bjóða uppá stórkostlega ferð á hæsta tind jarðar í óviðjafnanlegum myndgæðum og með þá getu að geta raunverulega hreyft sig um í umhverfinu sem einungis er mögulegt með notkun HTC Vive sýndarveruleikabúnaðar. „Sýndarveruleiki er ótrúlegt tól til að upplifa og kanna raunverulega staði sem fæstir hafa möguleika á að komast til á sinni ævi og því erum við stolt af því að styðja við þessa upplifun og styðja góð verk Royal Geographical Society með HTC Vive.“ „Að klífa Everest er á óskalista margra fjallagarpa og adrenalínfíkla en aðeins fáir útvaldir ná þeim árangri,” segor Jason Paul, yfirmaður fyrir VR hjá NVIDIA. „NVIDIA hefur unnið mjög náið með Sólfar Studios svo að þeir gætu nýtt sér nýjustu tækni einsog NVIDIA Turbulence og VRWorks í gerð EVEREST VR til að auka trúverðugleika og raunveruleika upplifunarinnar þannig að hún verði sem næst því að vera á staðnum. Við erum mjög spennt að styðja við þessa upplifun og að sjá hana sem varanlegan hluta af Everest safni Royal Geographical Society.“Sólfar StudiosSólfar Studios, var stofnað í Reykjavík í október 2014 af reynsluboltum úr tölvuleikjaiðnaðinum, og hefur það að markmiði sínu að þróa og gefa út sýndarveruleikaupplifanir og verða leiðandi fyrirtæki á þessu sviði. Sólfar eru með nokkrar vörur í þróun fyrir allar tegundir VR tækja, þar á meðal PlayStation VR, HTC Vive og Oculus Rift.RGS-IBGHin Konunglega Landræðistofnun (Royal Geographical Society) og Breskra Landfræðingastofnunin (Institute of British Geographers) mynda saman fræðastofnun fyrir landafræði í Bretlandi. Frá stofnun hennar 1830 hefur hún haft að markmiði sínu þróun og kynningu á landfræðilegri þekkingu og því hvernig hún nýtist við þær áskoranir sem þjóðfélag og umhverfi þurfa að kljást við. Innan um yfir 2 miljón safnmuni, hefur stofnunin að geyma meira en 500,000 ljósmyndir, teikningar og kvikmyndir sem safnast hafa frá stofnun hennar. Það safn inniheldur sumar af mikilvægustu myndum á sviði landkönnunar, leiðangra og landauppgötvana með yfir 20,000 myndir og tengd skjöl sem lýsa þeim 9 bresku Everest leiðöngrum sem farnir voru frá 1921 til 1953.
Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira