Kansas með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 10:15 Sveitin á marga aðdáendur hér á landi. Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira