Sunna tekur lagið með Tommy Genesis Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. febrúar 2017 09:45 Sunna Ben mun snúa plötum fyrir Tommy Genesis á Sónar. Vísir/Eyþór Sunna Ben hefur verið plötusnúður fyrir allar helstu rapphljómsveitirnar á landinu, hún er til að mynda meðlimur Reykjavíkurdætra þar sem hún er iðulega við spilarana á tónleikum þeirra auk þess að hafa spilað mjög reglulega fyrir dansi á öllum helstu börum bæjarins. Tónlistarkonan Tommy Genesis hefur verið að gera það gott í „underground“ rappi, hún gefur út tónlist á vegum Awful Records sem er stórt nafn í þeim geira rappsins og hefur verið að túra um Evrópu og Bandaríkin síðustu misseri. Tónlist hennar er ekkert ólík því sem Reykjavíkurdætur hafa verið að kokka upp og því hefur verið ansi auðvelt val fyrir aðstandendur Sónar-hátíðarinnar að velja Sunnu þegar Tommy Genesis bað um íslenskan dj til að spila undir á tónleikum hennar. „Ég er megapepp! Kúl að spila með nýjum töffara og sérstaklega kúl að fá að spila með listamanninum sem ég var spenntust fyrir á Sónar! Hana vantaði sviðs-dj og það var pikkað í mig, ég sagði auðvitað bara „að sjálfsögðu“ með mjög mörgum upphrópunarmerkjum!“ segir Sunna Ben sem er að vonum töluvert spenntari fyrir Sónar-hátíðinni í dag en hún var áður en hún fékk að vita af þessu nýja giggi.Eruð þið eitthvað búnar að ræða saman? Munuð þið ekki þurfa að hittast og taka góða æfingu? „Jú, ég er búin að fá beat og setlista, er að bíða eftir að heyra betur í fólkinu hennar en svo hitti ég hana og við förum yfir þetta betur á sándtékkinu í dag.“ Tommy Genesis spilar í kvöld, fimmtudag, í Silfurbergi klukkan tíu. Það er Glowie sem byrjar kvöldið í Silfurbergi, síðan stígur HATARI á svið og Tommy þar á eftir. Á eftir Tommy Genesis er það GKR og svo að lokum FM Belfast sem tekur við keflinu. Sónar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Sunna Ben hefur verið plötusnúður fyrir allar helstu rapphljómsveitirnar á landinu, hún er til að mynda meðlimur Reykjavíkurdætra þar sem hún er iðulega við spilarana á tónleikum þeirra auk þess að hafa spilað mjög reglulega fyrir dansi á öllum helstu börum bæjarins. Tónlistarkonan Tommy Genesis hefur verið að gera það gott í „underground“ rappi, hún gefur út tónlist á vegum Awful Records sem er stórt nafn í þeim geira rappsins og hefur verið að túra um Evrópu og Bandaríkin síðustu misseri. Tónlist hennar er ekkert ólík því sem Reykjavíkurdætur hafa verið að kokka upp og því hefur verið ansi auðvelt val fyrir aðstandendur Sónar-hátíðarinnar að velja Sunnu þegar Tommy Genesis bað um íslenskan dj til að spila undir á tónleikum hennar. „Ég er megapepp! Kúl að spila með nýjum töffara og sérstaklega kúl að fá að spila með listamanninum sem ég var spenntust fyrir á Sónar! Hana vantaði sviðs-dj og það var pikkað í mig, ég sagði auðvitað bara „að sjálfsögðu“ með mjög mörgum upphrópunarmerkjum!“ segir Sunna Ben sem er að vonum töluvert spenntari fyrir Sónar-hátíðinni í dag en hún var áður en hún fékk að vita af þessu nýja giggi.Eruð þið eitthvað búnar að ræða saman? Munuð þið ekki þurfa að hittast og taka góða æfingu? „Jú, ég er búin að fá beat og setlista, er að bíða eftir að heyra betur í fólkinu hennar en svo hitti ég hana og við förum yfir þetta betur á sándtékkinu í dag.“ Tommy Genesis spilar í kvöld, fimmtudag, í Silfurbergi klukkan tíu. Það er Glowie sem byrjar kvöldið í Silfurbergi, síðan stígur HATARI á svið og Tommy þar á eftir. Á eftir Tommy Genesis er það GKR og svo að lokum FM Belfast sem tekur við keflinu.
Sónar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira