Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 00:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54