Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 20:05 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira