Innlent

Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist

Birgir Olgeirsson skrifar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir
Sjómannasamband Íslands mun gera Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi tilboð einhvern tímann í dag sem forsvarsmenn Sjómannasambandsins vonast til að muni leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.

Greint var fyrst frá tilboðinu á vef Ríkisútvarpsins en þar segir Valmundur að um sé að ræða lokahnykk í málinu, ekki verði komist lengra.

„Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki,“ segir Valmundur í samtali við Vísi um tilboðið.

Hann segist ekki geta tjáð sig um tilboðið á þessu stigi málsins og þá hvort það sé  hagstætt sjómönnum. „Það kemur í ljós með  tíð og tíma. Það er trúnaður á þessu og við getum ekki greint frá því hvað þetta er.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×