Herbie Hancock í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 16:03 Herbie Hancock. Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira