Herbie Hancock í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 16:03 Herbie Hancock. Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006. Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006.
Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira