Telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. febrúar 2017 14:03 Samtökin 78 telja útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Vísir/Stefán Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“ Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“
Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14