Allir að missa sig yfir þriggja tíma þýskri grínmynd Magnús Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 11:00 Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Þýskra kvikmyndadaga í Bíó Paradís. Visir/Ernir „Þýskir kvikmyndadagar hafa fylgt okkur í Bíói Paradís frá upphafi og við fylgjumst líka alveg sérstaklega vel með því nýjasta í þýskri kvikmyndagerð á Berlinale-hátíðinni ár hvert,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Þýskra daga í Bíói Paradís sem hefjast í kvöld. Það eru Bíó Paradís og Goethe Institut sem standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjöunda sinn í samstarfi við Þýska sendiráðið. Ása segir að frá upphafi hafi verið leitast við að eignast dreifingarréttinn á sumum þessar þýsku mynda og því hafi þær líka ratað á myndbandaleigu í gegnum sjónvarp eða VOD eins og það er kallað í daglegu tali. „Þá eignast myndirnar ákveðið framhaldslíf og að auki þá höfum við fengið mikið hrós frá fólki úti á landi sem kemst ekki á Þýska kvikmyndadaga en getur engu að síður notið frábærra mynda.“Atriði úr kvikmyndinni Toni Erdmann eftir Maren Ade sem sló í gegn á Cannes og er tilnefnd til Óskarsverðauna.Þriggja tíma grín Ása segir að reglan hafi verið að vera alltaf með sex til sjö kvikmyndir á Þýskum dögum árlega. „Þetta eru kannski ekki svo margir titlar en þetta er rjóminn af því besta. Við fengum til að mynda að njóta þess heiðurs að vera viðstödd sérstaka blaðamannasýningu í Cannes á Toni Erdmann sem er aðalmyndin okkar í ár. Við stóðum þarna fyrir utan bíóið klukkan níu um morgun ásamt her alþjóðlegra blaðamanna og það vissi enginn við hverju var að búast. Fólk var satt best að segja alveg að mygla við tilhugsunina um að byrja daginn á þriggja tíma langri þýskri gamanmynd,“ segir Ása og hlær við tilhugsunina. „En svo byrjaði myndin og eftir tvo tíma þá stóð öll höllin upp og klappaði, ég hélt að myndin væri búin og var alveg hissa hvað þetta hafði liðið hratt, en nei þá voru það alþjóðlegir kvikmyndagagnrýnendur sem voru að standa upp fyrir einu atriði í myndinni. Ég fékk gæsahúð. Enda eru núna allir að missa sig af spenningi yfir þessari mynd enda ætlar Hollywood að endurgera hana og enginn annar en Jack Nicholson ætlar mæta aftur til starfa til þess að takast á við þetta magnaða hlutverk. Toni Erdmann er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og það voru stjarnfræðilega litlar líkur á því að þýsk gamanmynd yrði tilnefnd til Óskarsins. Að auki vann hún evrópsku kvikmyndaverðlaunin og þar eru nú þenkjandi menn að velja það besta af því besta, en málið með þessa mynd er líka að húmorinn í henni er alþjóðlegur og við getum hreinlega ekki beðið eftir að byrja að sýna hana. Við ætluðum að bjóða leikstýrunni, Maren Ade, og eins aðalleikkonunni, Söndru Hüller, en þær eru auðvitað bara að fara á Óskarsverðlaunaafhendinguna og við verðum að kyngja því,“ segir Ása og hlær og bætir við að þau ætli bæði að sýna myndina einu sinni á dag alla hátíðina og að auki þá fari hún í almennar sýningar eftir að Þýskum dögum lýkur.Land of Mine eða Under Sandet er tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsveðlaunahátíðinni.Uppgjör við fortíðina Það er eftirtektarvert að einar þrjár myndir af sjö virðast tengjast uppgjöri Þjóðverja við seinni heimsstyrjöldina með einum eða öðrum hætti. Frantz í leikstjórn hins þekkta leikstjóra François Ozon, Der Staat gegen Fritz Bauer, saga manns sem náði að koma háttsettum þýskum nasista fyrir rétt vegna glæpa gegn mannkyni, og loks kvikmyndin Land of Mine eða Under Sandet. En Ása segir að Þjóðverjar hafi verið að stíga fleiri skref í átt til þess að gera upp fortíð sína í kvikmyndum. „Eftir því sem lengra líður frá fortíð, sem er þó nálæg okkur í tíma, er betra að fjalla um hana en þeir hafa samt verið að gera upp fortíðina í samframleiðslu með öðrum þjóðum. Under Sandet, sem er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna, er einmitt samframleiðsla með Danmörku. Þar segir frá nánast barnungum þýskum hermönnum sem Danir settu í að grafa upp jarðsprengjur á ströndinni. Þetta eru svona örsögur sem verða stórsögur með því að sýna fram á öll litlu svæðin og mannslífin sem urðu fyrir eftirstöðvunum af stríðinu. Algjörlega mögnuð mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“ Þýskir dagar í Bíói Paradís standa allt til 19. febrúar og á meðal fleiri mynda má nefna Democracy: Im Rausch der Daten eftir David Bernet, Who Am I Kein System ist sicher eftir Baran bo Odar og Gleißendes Glück eftir Sven Taddicken. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Þýskir kvikmyndadagar hafa fylgt okkur í Bíói Paradís frá upphafi og við fylgjumst líka alveg sérstaklega vel með því nýjasta í þýskri kvikmyndagerð á Berlinale-hátíðinni ár hvert,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Þýskra daga í Bíói Paradís sem hefjast í kvöld. Það eru Bíó Paradís og Goethe Institut sem standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjöunda sinn í samstarfi við Þýska sendiráðið. Ása segir að frá upphafi hafi verið leitast við að eignast dreifingarréttinn á sumum þessar þýsku mynda og því hafi þær líka ratað á myndbandaleigu í gegnum sjónvarp eða VOD eins og það er kallað í daglegu tali. „Þá eignast myndirnar ákveðið framhaldslíf og að auki þá höfum við fengið mikið hrós frá fólki úti á landi sem kemst ekki á Þýska kvikmyndadaga en getur engu að síður notið frábærra mynda.“Atriði úr kvikmyndinni Toni Erdmann eftir Maren Ade sem sló í gegn á Cannes og er tilnefnd til Óskarsverðauna.Þriggja tíma grín Ása segir að reglan hafi verið að vera alltaf með sex til sjö kvikmyndir á Þýskum dögum árlega. „Þetta eru kannski ekki svo margir titlar en þetta er rjóminn af því besta. Við fengum til að mynda að njóta þess heiðurs að vera viðstödd sérstaka blaðamannasýningu í Cannes á Toni Erdmann sem er aðalmyndin okkar í ár. Við stóðum þarna fyrir utan bíóið klukkan níu um morgun ásamt her alþjóðlegra blaðamanna og það vissi enginn við hverju var að búast. Fólk var satt best að segja alveg að mygla við tilhugsunina um að byrja daginn á þriggja tíma langri þýskri gamanmynd,“ segir Ása og hlær við tilhugsunina. „En svo byrjaði myndin og eftir tvo tíma þá stóð öll höllin upp og klappaði, ég hélt að myndin væri búin og var alveg hissa hvað þetta hafði liðið hratt, en nei þá voru það alþjóðlegir kvikmyndagagnrýnendur sem voru að standa upp fyrir einu atriði í myndinni. Ég fékk gæsahúð. Enda eru núna allir að missa sig af spenningi yfir þessari mynd enda ætlar Hollywood að endurgera hana og enginn annar en Jack Nicholson ætlar mæta aftur til starfa til þess að takast á við þetta magnaða hlutverk. Toni Erdmann er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og það voru stjarnfræðilega litlar líkur á því að þýsk gamanmynd yrði tilnefnd til Óskarsins. Að auki vann hún evrópsku kvikmyndaverðlaunin og þar eru nú þenkjandi menn að velja það besta af því besta, en málið með þessa mynd er líka að húmorinn í henni er alþjóðlegur og við getum hreinlega ekki beðið eftir að byrja að sýna hana. Við ætluðum að bjóða leikstýrunni, Maren Ade, og eins aðalleikkonunni, Söndru Hüller, en þær eru auðvitað bara að fara á Óskarsverðlaunaafhendinguna og við verðum að kyngja því,“ segir Ása og hlær og bætir við að þau ætli bæði að sýna myndina einu sinni á dag alla hátíðina og að auki þá fari hún í almennar sýningar eftir að Þýskum dögum lýkur.Land of Mine eða Under Sandet er tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsveðlaunahátíðinni.Uppgjör við fortíðina Það er eftirtektarvert að einar þrjár myndir af sjö virðast tengjast uppgjöri Þjóðverja við seinni heimsstyrjöldina með einum eða öðrum hætti. Frantz í leikstjórn hins þekkta leikstjóra François Ozon, Der Staat gegen Fritz Bauer, saga manns sem náði að koma háttsettum þýskum nasista fyrir rétt vegna glæpa gegn mannkyni, og loks kvikmyndin Land of Mine eða Under Sandet. En Ása segir að Þjóðverjar hafi verið að stíga fleiri skref í átt til þess að gera upp fortíð sína í kvikmyndum. „Eftir því sem lengra líður frá fortíð, sem er þó nálæg okkur í tíma, er betra að fjalla um hana en þeir hafa samt verið að gera upp fortíðina í samframleiðslu með öðrum þjóðum. Under Sandet, sem er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna, er einmitt samframleiðsla með Danmörku. Þar segir frá nánast barnungum þýskum hermönnum sem Danir settu í að grafa upp jarðsprengjur á ströndinni. Þetta eru svona örsögur sem verða stórsögur með því að sýna fram á öll litlu svæðin og mannslífin sem urðu fyrir eftirstöðvunum af stríðinu. Algjörlega mögnuð mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“ Þýskir dagar í Bíói Paradís standa allt til 19. febrúar og á meðal fleiri mynda má nefna Democracy: Im Rausch der Daten eftir David Bernet, Who Am I Kein System ist sicher eftir Baran bo Odar og Gleißendes Glück eftir Sven Taddicken.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira