Reiðin kraumar í Næturdrottningu Sólveig Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2017 10:00 Harpa Ósk Björnsdóttir sem Næturdrottningin í Töfraflautu Mozarts. Mynd/Ernir Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í nemendaóperunni því ég hef alltaf verið í tveimur skólum og ekki haft tíma,“ segir Harpa Ósk. Í þetta sinn vantaði einhvern til að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar og hún beðin um að taka það að sér. „Ég ákvað að slá til því þó að Næturdrottningin sé risastórt hlutverk þá syngur hún aðeins tvær aríur og það er hentugt með skóla,“ segir Harpa og brosir. Aríurnar tvær eru þó afar flóknar og hlutverk Næturdrottningarinnar þykir eitt mest krefjandi sópranhlutverk í óperuheiminum. „Ég gerði mér sjálf ekki grein fyrir að ég gæti þetta en söngkennarinn minn ákvað að prófa í einum söngtímanum og það kom mér á óvart að þetta væri hægt,“ segir hún. Söngkonan þarf að ná afar háum tónum í aríunum en Harpa segir það þó ekki það erfiðasta. „Hæðin kom nokkuð léttilega en svo syngur Næturdrottningin langa skala sem eru tæknilega erfiðir og erfitt að anda. Svo þarf hún líka alltaf að vera svo rosalega reið,“ segir Harpa og hlær. Hún þurfi því að sýna miklar tilfinningar en passa samt öndunina.Fríður hópur nemenda Söngskóla Reykjavíkur flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 12. febrúar.Mynd/ernirGóð fyrsta ópera Æfingar á óperunni hafa staðið síðan í haust og Harpa segir allt smollið saman núna. Hún lofar góðri skemmtun. „Þetta er ein skemmtilegasta ópera sem hefur verið samin. Hún er með einföldum boðskap, léttum og skemmtilegum söguþræði og ekki mjög löng. Þá eru í henni alls konar furðuverur,“ lýsir hún og bætir við að fínt sé fyrir þá sem ekki hafa farið á óperur áður að byrja á þessari. „Aldrei þessu vant þori ég að bjóða vinum mínum að koma,“ segir hún og segir hana einnig henta öllum aldurshópum. „Ég ætla til dæmis að bjóða litlu frændsystkinum mínum.“Vill ekki velja á milli Harpa byrjaði í söngnámi 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur í kórskóla Langholtskirkju en þar áður hafði hún verið lengi í kórstarfinu hjá Jóni Stefánssyni í kirkjunni. Þegar hún var 17 ára fór hún að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem er kennarinn hennar í dag. Harpa lauk framhaldsprófi í söng síðasta vor og stundar nú fullt söngnám á háskólastigi. Flestum þætti það nóg en Harpa er auk þess á öðru ári í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Hún segir vissulega krefjandi að vera í fullu námi í hvoru tveggja. „Þetta er púsl en hefur virkað hingað til. Ég veit ekki hvort ég þurfi á endanum að velja á milli en ég vona ekki. Ég er alveg hætt að plana og sé bara hvert lífið leiðir mig.“ Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í nemendaóperunni því ég hef alltaf verið í tveimur skólum og ekki haft tíma,“ segir Harpa Ósk. Í þetta sinn vantaði einhvern til að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar og hún beðin um að taka það að sér. „Ég ákvað að slá til því þó að Næturdrottningin sé risastórt hlutverk þá syngur hún aðeins tvær aríur og það er hentugt með skóla,“ segir Harpa og brosir. Aríurnar tvær eru þó afar flóknar og hlutverk Næturdrottningarinnar þykir eitt mest krefjandi sópranhlutverk í óperuheiminum. „Ég gerði mér sjálf ekki grein fyrir að ég gæti þetta en söngkennarinn minn ákvað að prófa í einum söngtímanum og það kom mér á óvart að þetta væri hægt,“ segir hún. Söngkonan þarf að ná afar háum tónum í aríunum en Harpa segir það þó ekki það erfiðasta. „Hæðin kom nokkuð léttilega en svo syngur Næturdrottningin langa skala sem eru tæknilega erfiðir og erfitt að anda. Svo þarf hún líka alltaf að vera svo rosalega reið,“ segir Harpa og hlær. Hún þurfi því að sýna miklar tilfinningar en passa samt öndunina.Fríður hópur nemenda Söngskóla Reykjavíkur flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 12. febrúar.Mynd/ernirGóð fyrsta ópera Æfingar á óperunni hafa staðið síðan í haust og Harpa segir allt smollið saman núna. Hún lofar góðri skemmtun. „Þetta er ein skemmtilegasta ópera sem hefur verið samin. Hún er með einföldum boðskap, léttum og skemmtilegum söguþræði og ekki mjög löng. Þá eru í henni alls konar furðuverur,“ lýsir hún og bætir við að fínt sé fyrir þá sem ekki hafa farið á óperur áður að byrja á þessari. „Aldrei þessu vant þori ég að bjóða vinum mínum að koma,“ segir hún og segir hana einnig henta öllum aldurshópum. „Ég ætla til dæmis að bjóða litlu frændsystkinum mínum.“Vill ekki velja á milli Harpa byrjaði í söngnámi 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur í kórskóla Langholtskirkju en þar áður hafði hún verið lengi í kórstarfinu hjá Jóni Stefánssyni í kirkjunni. Þegar hún var 17 ára fór hún að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem er kennarinn hennar í dag. Harpa lauk framhaldsprófi í söng síðasta vor og stundar nú fullt söngnám á háskólastigi. Flestum þætti það nóg en Harpa er auk þess á öðru ári í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Hún segir vissulega krefjandi að vera í fullu námi í hvoru tveggja. „Þetta er púsl en hefur virkað hingað til. Ég veit ekki hvort ég þurfi á endanum að velja á milli en ég vona ekki. Ég er alveg hætt að plana og sé bara hvert lífið leiðir mig.“
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira