Sýnum ábyrgð Hörður Ægisson skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Stjórnvöld hafa hreykt sér af því að reka eigi ríkissjóð með afgangi. Ekki getur það talist mikið afrek. Ísland er að nálgast topp hagsveiflunnar – Seðlabankinn spáir rúmlega 5 prósenta hagvexti í ár – og allt stefnir í að núverandi hagvaxtarskeið verði hið lengsta í Íslandssögunni. Þrátt fyrir þennan mikla uppgang gera fjárlög fyrir 2017 aðeins ráð fyrir afgangi sem nemur um einu prósenti af landsframleiðslu. Samkvæmt fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar er áætlað að afgangurinn verði litlu meiri á næstu árum. Staðan er sú að stjórnvöld hafa í raun misst öll tök á stöðugri útgjaldaaukningu hins opinbera. Til marks um hversu viðkvæm staða ríkissjóðs er nú um stundir, þar sem áætlun næstu ára miðast við að afgangur á fjárlögum verði um og yfir einu prósenti, þá má rifja upp að ríkið var að skila yfir fimm prósenta afgangi á bóluárunum fyrir 2008. Öllum má vera ljóst að lítið má út af bregða til að þessi litli afgangur snúist í verulegan halla með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði ríkissjóðs. Í nýjasta Peningamálariti Seðlabankans er vakin athygli á því að þótt afgangur verði á ríkissjóði þá felur ný fjármálastefna í sér „nokkra slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála þegar tekið hefur verið tillit til hagsveiflunnar“. Samtímis því að Seðlabankinn gagnrýnir stjórnvöld fyrir þessi lausatök í ríkisfjármálum eru uppi háværar raddir, eins og á öllum tímum, um að ríkið þurfi að gera enn betur í hinum ýmsu málaflokkum. Helstu kröfur almennings, sem má með góðum rökum halda fram að hafi meðal annars endurspeglast í niðurstöðum síðustu alþingiskosninga, beinast einkum að stóraukinni uppbyggingu í heilbrigðismálum og meiri fjárfestingu í innviðum. Þær kröfur eru vissulega réttmætar og skynsamlegar. Átta árum eftir bankahrunið er fjárfesting hins opinbera enn langt undir því sem æskilegt getur talist. Þrátt fyrir að útgjaldavöxtur síðustu ára hafi verið umtalsverður – á síðasta ári jukust þau um átta prósent – þá er staðan engu að síður sú að fjárfesting hins opinbera í innviðum samfélagsins er um helmingi minni sem hlutfall af landsframleiðslu en hún hefur verið sögulega séð. Þetta er áhyggjuefni – og þarf að breytast. Vandinn sem stjórnvöld glíma við í þessum efnum er að minnsta kosti tvíþættur. Án forgangsröðunar í ríkisrekstri er ekkert svigrúm til að auka útgjöld til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar og eins er ljóst að aukin umsvif hins opinbera við núverandi aðstæður ýta enn frekar undir þenslu. Ein leið til að bregðast við þessari stöðu er að huga að sölu ríkiseigna, einkum með því að endurheimta þá miklu fjármuni sem eru bundnir í bankakerfinu, og þannig spara ríkinu árlega tugi milljarða í vaxtakostnað. Með slíkri stefnumörkun gætu stjórnvöld í senn komið til móts við kröfur um aukna fjárfestingu í innviðum og eins skilað meiri afgangi á fjárlögum, líkt og Seðlabankinn hefur kallað eftir. Aukinn agi í ríkisfjármálum, ásamt hóflegum launahækkunum og stöðugleika á vinnumarkaði, myndi þá um leið stuðla að lægri stýrivöxtum og minni sveiflum í efnahagslífinu. Allir myndu græða.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Stjórnvöld hafa hreykt sér af því að reka eigi ríkissjóð með afgangi. Ekki getur það talist mikið afrek. Ísland er að nálgast topp hagsveiflunnar – Seðlabankinn spáir rúmlega 5 prósenta hagvexti í ár – og allt stefnir í að núverandi hagvaxtarskeið verði hið lengsta í Íslandssögunni. Þrátt fyrir þennan mikla uppgang gera fjárlög fyrir 2017 aðeins ráð fyrir afgangi sem nemur um einu prósenti af landsframleiðslu. Samkvæmt fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar er áætlað að afgangurinn verði litlu meiri á næstu árum. Staðan er sú að stjórnvöld hafa í raun misst öll tök á stöðugri útgjaldaaukningu hins opinbera. Til marks um hversu viðkvæm staða ríkissjóðs er nú um stundir, þar sem áætlun næstu ára miðast við að afgangur á fjárlögum verði um og yfir einu prósenti, þá má rifja upp að ríkið var að skila yfir fimm prósenta afgangi á bóluárunum fyrir 2008. Öllum má vera ljóst að lítið má út af bregða til að þessi litli afgangur snúist í verulegan halla með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði ríkissjóðs. Í nýjasta Peningamálariti Seðlabankans er vakin athygli á því að þótt afgangur verði á ríkissjóði þá felur ný fjármálastefna í sér „nokkra slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála þegar tekið hefur verið tillit til hagsveiflunnar“. Samtímis því að Seðlabankinn gagnrýnir stjórnvöld fyrir þessi lausatök í ríkisfjármálum eru uppi háværar raddir, eins og á öllum tímum, um að ríkið þurfi að gera enn betur í hinum ýmsu málaflokkum. Helstu kröfur almennings, sem má með góðum rökum halda fram að hafi meðal annars endurspeglast í niðurstöðum síðustu alþingiskosninga, beinast einkum að stóraukinni uppbyggingu í heilbrigðismálum og meiri fjárfestingu í innviðum. Þær kröfur eru vissulega réttmætar og skynsamlegar. Átta árum eftir bankahrunið er fjárfesting hins opinbera enn langt undir því sem æskilegt getur talist. Þrátt fyrir að útgjaldavöxtur síðustu ára hafi verið umtalsverður – á síðasta ári jukust þau um átta prósent – þá er staðan engu að síður sú að fjárfesting hins opinbera í innviðum samfélagsins er um helmingi minni sem hlutfall af landsframleiðslu en hún hefur verið sögulega séð. Þetta er áhyggjuefni – og þarf að breytast. Vandinn sem stjórnvöld glíma við í þessum efnum er að minnsta kosti tvíþættur. Án forgangsröðunar í ríkisrekstri er ekkert svigrúm til að auka útgjöld til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar og eins er ljóst að aukin umsvif hins opinbera við núverandi aðstæður ýta enn frekar undir þenslu. Ein leið til að bregðast við þessari stöðu er að huga að sölu ríkiseigna, einkum með því að endurheimta þá miklu fjármuni sem eru bundnir í bankakerfinu, og þannig spara ríkinu árlega tugi milljarða í vaxtakostnað. Með slíkri stefnumörkun gætu stjórnvöld í senn komið til móts við kröfur um aukna fjárfestingu í innviðum og eins skilað meiri afgangi á fjárlögum, líkt og Seðlabankinn hefur kallað eftir. Aukinn agi í ríkisfjármálum, ásamt hóflegum launahækkunum og stöðugleika á vinnumarkaði, myndi þá um leið stuðla að lægri stýrivöxtum og minni sveiflum í efnahagslífinu. Allir myndu græða.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun