Lækkun hlutabréfa Tesla vegna vantrúar á framleiðslugetu Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 10:27 Tesla Model 3. Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent
Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent