Lögregluyfirvöld í Malasíu hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur Hyon Kwang Song, embættismanni í sendiráði Norður-Kóreu í Kuala Lumpur, í tengslum við morðið á Kim Jong-Nam. Honum verður þó fyrst gefinn frestur til að gefa sig fram af sjálfsdáðum. Reuters greinir frá þessu.
Jong-nam var myrtur þann 13. febrúar síðastliðinn á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur en hann er hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Grunur leikur á að morðið hafi verið fyrirskipað af yfirvöldum í Norður-Kóreu en lögregluyfirvöld í Malasíu rannsaka nú málið.
Sjá einnig: Stórhættulegt taugaeitur var notað til að bana Kim Jong-Nam
Sanngjarn frestur til að gefa sig fram
Abdul Samah Mat, lögreglustjóri í Selangor ríki í Malasíu, segir að Song verði gefinn sanngjarn frestur til að gefa sig fram við lögreglu.
„En ef hann gefur sig ekki fram eftir þann tíma þá er næsta skref að fá út gefna handtökuskipan á hendur honum frá dómara.”
Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu, tvær konur og tveir karlmenn. Sterkur grunur er um að konurnar tvær hafi verið útsendarar frá Norður-Kóreu. Önnur þeirra er frá Indónesíu en hin frá Víetnam.
Erlent
Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam
Tengdar fréttir
Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam
Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam.
Stórhættulegt taugaeitur var notað til að bana Kim
Kim Jong-nam var hálfbróðir einræðisherrans í Norður-Kóreu, Kim Jong-un.
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam
Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara.
Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam
Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un.
Fjölmiðlar birta myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam
Japönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.