Stórhættulegt taugaeitur var notað til að bana Kim Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. febrúar 2017 07:30 Lögreglumaður á verði fyrir utan sjúkrahúsið í Kuala Lumpur þar sem rannsóknir hafa verið gerðar á líki Kim Jong-nam. vísir/afp Lögreglan í Malasíu segir að VX-taugaeitur hafi verið notað til að ráða Kim Jong-nam bana. Þetta er gríðarsterkt eitur sem erfitt er að framleiða og einkum er ætlað til notkunar í eiturefnahernaði. Sameinuðu þjóðirnar flokka það sem gjöreyðingarvopn. Önnur kvennanna tveggja, sem grunaðar eru um að hafa orðið honum að bana, veiktist einnig af völdum eitursins. Ekki þó lífshættulega. Kim Jong-nam var hálfbróðir einræðisherrans í Norður-Kóreu, Kim Jong-un. Hann veiktist skyndilega þann 13. febrúar síðastliðinn á flugvellinum í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, og lést stuttu síðar á leiðinni á sjúkrahús. Upptaka úr öryggismyndavél sýnir að kona hafi gripið um andlit hans rétt áður en hann veiktist. Áður en hann lést sagði hann að konan hefði úðað einhverju efni framan í sig. Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á lífsýnum sem tekin voru af andliti og augum Kims eru eiturefnið VX hafi valdið dauða hans. Eftir að þetta kom í ljós var ákveðið að loka flugstöðinni meðan verið væri að hreinsa hana rækilega. Sterkur grunur er um að konurnar tvær hafi verið útsendarar frá Norður-Kóreu. Önnur þeirra er frá Indónesíu en hin frá Víetnam. Þær hafa báðar verið handteknar ásamt tveimur mönnum, en til viðbótar hafa sjö manns verið eftirlýstir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Lögreglan í Malasíu segir að VX-taugaeitur hafi verið notað til að ráða Kim Jong-nam bana. Þetta er gríðarsterkt eitur sem erfitt er að framleiða og einkum er ætlað til notkunar í eiturefnahernaði. Sameinuðu þjóðirnar flokka það sem gjöreyðingarvopn. Önnur kvennanna tveggja, sem grunaðar eru um að hafa orðið honum að bana, veiktist einnig af völdum eitursins. Ekki þó lífshættulega. Kim Jong-nam var hálfbróðir einræðisherrans í Norður-Kóreu, Kim Jong-un. Hann veiktist skyndilega þann 13. febrúar síðastliðinn á flugvellinum í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, og lést stuttu síðar á leiðinni á sjúkrahús. Upptaka úr öryggismyndavél sýnir að kona hafi gripið um andlit hans rétt áður en hann veiktist. Áður en hann lést sagði hann að konan hefði úðað einhverju efni framan í sig. Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á lífsýnum sem tekin voru af andliti og augum Kims eru eiturefnið VX hafi valdið dauða hans. Eftir að þetta kom í ljós var ákveðið að loka flugstöðinni meðan verið væri að hreinsa hana rækilega. Sterkur grunur er um að konurnar tvær hafi verið útsendarar frá Norður-Kóreu. Önnur þeirra er frá Indónesíu en hin frá Víetnam. Þær hafa báðar verið handteknar ásamt tveimur mönnum, en til viðbótar hafa sjö manns verið eftirlýstir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira