Umboð fyrir Jaguar tekur til starfa hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 10:45 Jaguar F-Pace jeppinn. Bílaumboðið BL ehf., umboðsaðili Jaguar Land Rover hér á landi, hefur nú formlega bætt við sig lúxusmerkinu Jaguar í flóru fyrirtækisins. Verður af því tilefni haldin glæsileg bílasýning í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun, laugardag milli kl. 13 og 17. Á sýningunni verða frumsýndar fimm nýjar og gamlar gerðir af Jaguar; sportjeppinn Jaguar F-Pace, fjölskyldusportbílarnir Jaguar XE og XF í fjórhjóladrifnum útgáfum, sportbíllinn Jaguar F-Type sem frumsýndur verður í fyrsta sinn í Evrópu í Listasafni Reykjavíkur í nýrri útgáfu. Bíllinn var fenginn að láni af þessu tilefni ásamt og síðast en ekki síst hinum goðsagnakennda Jaguar E-Type árgerð 1969, sem af mörgum er talinn einn fallegasti bíll sem hannaður hefur verið.Fyrsti jeppinn frá Jaguar Jaguar F-PACE er fyrsti jeppinn frá Jaguar. Hér er búinn sönnum Jaguareiginleikum annarra gerða, sem eru snarpir aksturseiginleikar og fjölhæfni til daglegra nota enda hefur hann fengið mjög góða dóma á öllum markaðssvæðum. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi dísilvélar í F-Pace, 180 hestafla dísil, 240 hestafla dísil eða 340-380 hestafla SuperCharged bensínvél. Útblásturstölur nýju díslivélanna sem Jaguar kallar Ingenium eru með þeim lægstu sem gerast í þessum flokki bíla eða frá 139 g/km. Allir Jaguar F-Pace jepparnir eru með 8 þrepa sjálfskiptingu. Farangursrýmið er með því sem best gerist í þessum flokki eða 650 lítrar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum af F-Pace en fáanlegt í allar gerðirnar.Fjölskyldusportbíllarnir Jaguar XE og XF með fjórhjóladrifiJaguar XE og XF eru sportlegir fjölskyldubílar í millistærðarflokki sem auk ríkulegs búnaðaðar koma með sparneytnum dísil- eða bensínvélum. Eins og í öðrum bílum Jaguar eru bæði burðarvirki og yfirbygging XE og XF smíðuð úr áli sem dregur úr þyngd þeirra og eldsneytiseyðslu ásamt því að auka snerpu þeirra og aksturseiginleika. Í þessum bílum eru sömu vélar í boði og í F-Pace, þó meiri áhersla sé lögð á sparneytnu 180 og 240 hestafla Ingeniumdísilvélarnar. XE og XF er einnig hægt að fá með 340 hestafla bensínvél og í stærri gerðina, XF, er að auki hægt að fá 380 hestafla bensínvél. Í þessum gerðum verður mest áhersla lögð á að panta bílana með nýja ASPC fjórhjóladrifskerfinu frá Jaguar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum en fáanlegt í allar gerðirnar. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent
Bílaumboðið BL ehf., umboðsaðili Jaguar Land Rover hér á landi, hefur nú formlega bætt við sig lúxusmerkinu Jaguar í flóru fyrirtækisins. Verður af því tilefni haldin glæsileg bílasýning í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun, laugardag milli kl. 13 og 17. Á sýningunni verða frumsýndar fimm nýjar og gamlar gerðir af Jaguar; sportjeppinn Jaguar F-Pace, fjölskyldusportbílarnir Jaguar XE og XF í fjórhjóladrifnum útgáfum, sportbíllinn Jaguar F-Type sem frumsýndur verður í fyrsta sinn í Evrópu í Listasafni Reykjavíkur í nýrri útgáfu. Bíllinn var fenginn að láni af þessu tilefni ásamt og síðast en ekki síst hinum goðsagnakennda Jaguar E-Type árgerð 1969, sem af mörgum er talinn einn fallegasti bíll sem hannaður hefur verið.Fyrsti jeppinn frá Jaguar Jaguar F-PACE er fyrsti jeppinn frá Jaguar. Hér er búinn sönnum Jaguareiginleikum annarra gerða, sem eru snarpir aksturseiginleikar og fjölhæfni til daglegra nota enda hefur hann fengið mjög góða dóma á öllum markaðssvæðum. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi dísilvélar í F-Pace, 180 hestafla dísil, 240 hestafla dísil eða 340-380 hestafla SuperCharged bensínvél. Útblásturstölur nýju díslivélanna sem Jaguar kallar Ingenium eru með þeim lægstu sem gerast í þessum flokki bíla eða frá 139 g/km. Allir Jaguar F-Pace jepparnir eru með 8 þrepa sjálfskiptingu. Farangursrýmið er með því sem best gerist í þessum flokki eða 650 lítrar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum af F-Pace en fáanlegt í allar gerðirnar.Fjölskyldusportbíllarnir Jaguar XE og XF með fjórhjóladrifiJaguar XE og XF eru sportlegir fjölskyldubílar í millistærðarflokki sem auk ríkulegs búnaðaðar koma með sparneytnum dísil- eða bensínvélum. Eins og í öðrum bílum Jaguar eru bæði burðarvirki og yfirbygging XE og XF smíðuð úr áli sem dregur úr þyngd þeirra og eldsneytiseyðslu ásamt því að auka snerpu þeirra og aksturseiginleika. Í þessum bílum eru sömu vélar í boði og í F-Pace, þó meiri áhersla sé lögð á sparneytnu 180 og 240 hestafla Ingeniumdísilvélarnar. XE og XF er einnig hægt að fá með 340 hestafla bensínvél og í stærri gerðina, XF, er að auki hægt að fá 380 hestafla bensínvél. Í þessum gerðum verður mest áhersla lögð á að panta bílana með nýja ASPC fjórhjóladrifskerfinu frá Jaguar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum en fáanlegt í allar gerðirnar.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent