Lærði hjá Odd Nerdrum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 10:45 Ein mynda Stefáns. Sýning Stefáns Boulter, Stjörnuglópar, stendur yfir í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Meginuppistaða hennar er myndröð unnin á síðustu tveimur árum þar sem grunnstefið er rauðmáluð andlit kvenna sem virðast vera á hreyfingu og beina sjónum sínum í átt að himinhvolfinu. Rauði liturinn hefur margvíslega táknræna skírskotun og er meðal annars þekktur sem litur hugrekkis og viljastyrks. Stefán lærði grafíska hönnun í Tempe, Arizona í Bandaríkjunum og var líka við listnám í Flórens á Ítalíu. Síðar varð hann lærlingur og aðstoðarmaður hins virta og umdeilda norska listamanns Odds Nerdrum og bera verk hans því vitni. Stefán hefur sýnt í listasöfnum og galleríum bæði hér heima og erlendis, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til 11. mars. Aðgangur er ókeypis. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. febrúar 2017 Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýning Stefáns Boulter, Stjörnuglópar, stendur yfir í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Meginuppistaða hennar er myndröð unnin á síðustu tveimur árum þar sem grunnstefið er rauðmáluð andlit kvenna sem virðast vera á hreyfingu og beina sjónum sínum í átt að himinhvolfinu. Rauði liturinn hefur margvíslega táknræna skírskotun og er meðal annars þekktur sem litur hugrekkis og viljastyrks. Stefán lærði grafíska hönnun í Tempe, Arizona í Bandaríkjunum og var líka við listnám í Flórens á Ítalíu. Síðar varð hann lærlingur og aðstoðarmaður hins virta og umdeilda norska listamanns Odds Nerdrum og bera verk hans því vitni. Stefán hefur sýnt í listasöfnum og galleríum bæði hér heima og erlendis, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til 11. mars. Aðgangur er ókeypis. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. febrúar 2017
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira