Þórbergur sá komu tölvupóstsins fyrir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 10:30 Leikhópurinn og stjórnandinn. Birna Rún Eiríksdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, María Heba Þorkelsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Friðrik Friðriksson. Vísir/Eyþór Árnason Við gefum okkur frelsi til að túlka okkar Þórberg, þó þessa tvo klukkutíma á sviðinu setji ég mig í hans spor,“ segir Friðrik Friðriksson leikari, spurður hvernig sé að vera Þórbergur Þórðarson. Hann verður í hlutverki meistarans í leikverkinu Þórbergur sem verður frumsýnt klukkan 20.30 í kvöld í Tjarnarbíói undir stjórn Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur. Friðrik kveðst ekki reyna að herma eftir Þórbergi rr-in, hv-framburðinn og blæbrigði í raddbeitingu því þá sé hætt við að eitthvað tapist af innihaldi og kjarna verksins bæði hjá leikaranum og áhorfendum. Friðrik segir Þórberg í raun vera í viðtali í verkinu. „Upphaflega hugmyndin var að vinna með bókina Í kompaníi við allífið, sem er viðtalsbók. Lokaniðurstaðan er samt sú að við notum texta frá honum á aldursbilinu frá tvítugu til sjötugs, brot af hinum og þessum Þórbergi en samt sem áður breytist ég ekkert á sviðinu enda eru áhorfendur orðnir svo þjálfaðir í að hoppa fram og aftur í tíma og lesa leikhús að það þarf ekki bókstaflega að teikna upp hlutina fyrir þá lengur.“ Leikhópurinn kom með hugmyndir inn í leikgerðina en Edda Björg og Sveinn Ólafur Gunnarsson báru byrðarnar í þeirri vinnu og Edda Björg hefur haldið um stjórnartaumana, að sögn Friðriks. Hann segir Pétur Gunnarsson rithöfund hafa verið hópnum til ráðgjafar. „Þegar við höfum staðið á gati hefur Pétur komið með gullmola,“ segir hann. Fyrstu kynnin af Þórbergi segir Friðrik hafa verið þegar hann las Ofvitann í menntaskóla. „Ég sá reyndar leiksýninguna líka. Eitt af því sem situr í minninu er að einhver þambaði óteljandi mjólkurglös. Það var eftirminnilega leyst með töfrabrögðum,“ segir hann og bætir við. „Í gegnum þetta ferðalag okkar hef ég lesið hluta af mörgum bókum Þórbergs og hef fengið svona smjörþefinn af hans höfundarverki. Edda Björg og Sveinn Ólafur eru sérlegir áhugamenn um Þórberg og hafa virkilega sökkt sér í hans heim og miðlað til okkar hinna.“„Í gegnum þetta ferðalag okkar hef ég lesið hluta af mörgum bókum Þórbergs og fengið smjörþefinn af hans höfundarverki,“ segir Friðrik.En hvernig gengur Friðriki að spegla sig í Þórbergi? Eruð þeir andlega skyldir? „Þórbergur var mikill dellukarl. Hann hélt dagbók frá því hann varð skrifandi, gerði veðurathuganir og hélt því áfram alla ævi, svo lagði hann stund á jóga og lærði esperantó og tók ástfóstri við þetta allt. Einnig setti hann sér lífsreglur um hvað má og hvað ekki. Ég tengi kannski helst við það. Maður er alltaf að setja sér einhver markmið, „í dag ætla ég“ – það er alltaf einhver meistaramánuður í gangi. Svo var hann mikill heimspekingur og skilningur hans á lífinu og tilverunni kom mér á óvart, hvað hann er viðeigandi og djúpur. Hann talar um handanlífið, önnur tilverustig og framtíðina og hann spáði fyrir um komu tölvupóstsins, sagði eitthvað á þá leið að í framtíðinni mundu menn geta skrifað bréf sem mundu leysast upp og birtast annars staðar. Hvað er það annað en email? Svo talar hann um framtíðina á Íslandi, að menn muni fara að byggja hér hótel í stórum stíl og hvað er ekki komið á daginn? Það er fallegt þegar hann segir: „Aumingja fólkið verður að hafa framfarir, en þegar það er búið að fá afskaplega mikið af framförum þá fer því að leiðast. Þá fer fólkið aftur að tala við veðrið og blómin og steinana og hlusta á söng stjarnanna.“ Þetta á örugglega eftir að rætast, að við hættum að horfa á snjallsímatækin og förum að horfast í augu hvert við annað.“ Það hljómar rómantískt. Friðrik segir líka Þórberg hafa átt alls konar ástir í sínu lífi. „Hann átti Elskuna, sem kemur fyrir í Íslenskum aðli og Ofvitanum. Seinna kynntist hann Sólrúnu Jónsdóttur og það fóru ástarbréf þeirra á milli sem birtust í bókinni Bréf til Sólu. Við erum svolítið að segja þá sögu líka sem er að mörgu leyti mjög sorgleg. Móðir Sólu sá ekki mannsefni í Þórbergi, sem var fátækur á þessum tíma og hún vildi ekki að Sóla væri að dandalast með honum svo hún giftist sjómanni. Seinna meir hittust þau Þórbergur á laun. Maður Sólu dó um það leyti sem dóttir Þórbergs og Sólu fæddist en þá var Þórbergur á barmi frægðarinnar því Bréf til Láru kom út sama ár, þá breyttist viðhorf hans til hjónabandsins sem hann sagði fara illa saman með hans aðstæðum. Seinna kom Margrét inn í hans líf. Við fléttuðum þessa sögu aðeins inn í verkið.“ Í lokin er Friðrik spurður hvort hann telji sig hafa lært eitthvað af Þórbergi við þessa rannsókn á honum? „Ég held að hvert einasta verkefni, sérstaklega stórar persónur sem maður fær að kljást við í leikhúsi, færi manni nýjan sannleika um sjálfan sig og tilveruna. Ég get ekki fest fingur á nákvæmlega hvað það er en allt þetta vafstur stækkar mann sem persónu. Það góða við leikhúsið og það skemmtilega við mitt starf er fjölbreytnin og að fást við alla þessa klassík, hvort sem það er Shakespeare eða Þórbergur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. febrúar 2017 Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Við gefum okkur frelsi til að túlka okkar Þórberg, þó þessa tvo klukkutíma á sviðinu setji ég mig í hans spor,“ segir Friðrik Friðriksson leikari, spurður hvernig sé að vera Þórbergur Þórðarson. Hann verður í hlutverki meistarans í leikverkinu Þórbergur sem verður frumsýnt klukkan 20.30 í kvöld í Tjarnarbíói undir stjórn Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur. Friðrik kveðst ekki reyna að herma eftir Þórbergi rr-in, hv-framburðinn og blæbrigði í raddbeitingu því þá sé hætt við að eitthvað tapist af innihaldi og kjarna verksins bæði hjá leikaranum og áhorfendum. Friðrik segir Þórberg í raun vera í viðtali í verkinu. „Upphaflega hugmyndin var að vinna með bókina Í kompaníi við allífið, sem er viðtalsbók. Lokaniðurstaðan er samt sú að við notum texta frá honum á aldursbilinu frá tvítugu til sjötugs, brot af hinum og þessum Þórbergi en samt sem áður breytist ég ekkert á sviðinu enda eru áhorfendur orðnir svo þjálfaðir í að hoppa fram og aftur í tíma og lesa leikhús að það þarf ekki bókstaflega að teikna upp hlutina fyrir þá lengur.“ Leikhópurinn kom með hugmyndir inn í leikgerðina en Edda Björg og Sveinn Ólafur Gunnarsson báru byrðarnar í þeirri vinnu og Edda Björg hefur haldið um stjórnartaumana, að sögn Friðriks. Hann segir Pétur Gunnarsson rithöfund hafa verið hópnum til ráðgjafar. „Þegar við höfum staðið á gati hefur Pétur komið með gullmola,“ segir hann. Fyrstu kynnin af Þórbergi segir Friðrik hafa verið þegar hann las Ofvitann í menntaskóla. „Ég sá reyndar leiksýninguna líka. Eitt af því sem situr í minninu er að einhver þambaði óteljandi mjólkurglös. Það var eftirminnilega leyst með töfrabrögðum,“ segir hann og bætir við. „Í gegnum þetta ferðalag okkar hef ég lesið hluta af mörgum bókum Þórbergs og hef fengið svona smjörþefinn af hans höfundarverki. Edda Björg og Sveinn Ólafur eru sérlegir áhugamenn um Þórberg og hafa virkilega sökkt sér í hans heim og miðlað til okkar hinna.“„Í gegnum þetta ferðalag okkar hef ég lesið hluta af mörgum bókum Þórbergs og fengið smjörþefinn af hans höfundarverki,“ segir Friðrik.En hvernig gengur Friðriki að spegla sig í Þórbergi? Eruð þeir andlega skyldir? „Þórbergur var mikill dellukarl. Hann hélt dagbók frá því hann varð skrifandi, gerði veðurathuganir og hélt því áfram alla ævi, svo lagði hann stund á jóga og lærði esperantó og tók ástfóstri við þetta allt. Einnig setti hann sér lífsreglur um hvað má og hvað ekki. Ég tengi kannski helst við það. Maður er alltaf að setja sér einhver markmið, „í dag ætla ég“ – það er alltaf einhver meistaramánuður í gangi. Svo var hann mikill heimspekingur og skilningur hans á lífinu og tilverunni kom mér á óvart, hvað hann er viðeigandi og djúpur. Hann talar um handanlífið, önnur tilverustig og framtíðina og hann spáði fyrir um komu tölvupóstsins, sagði eitthvað á þá leið að í framtíðinni mundu menn geta skrifað bréf sem mundu leysast upp og birtast annars staðar. Hvað er það annað en email? Svo talar hann um framtíðina á Íslandi, að menn muni fara að byggja hér hótel í stórum stíl og hvað er ekki komið á daginn? Það er fallegt þegar hann segir: „Aumingja fólkið verður að hafa framfarir, en þegar það er búið að fá afskaplega mikið af framförum þá fer því að leiðast. Þá fer fólkið aftur að tala við veðrið og blómin og steinana og hlusta á söng stjarnanna.“ Þetta á örugglega eftir að rætast, að við hættum að horfa á snjallsímatækin og förum að horfast í augu hvert við annað.“ Það hljómar rómantískt. Friðrik segir líka Þórberg hafa átt alls konar ástir í sínu lífi. „Hann átti Elskuna, sem kemur fyrir í Íslenskum aðli og Ofvitanum. Seinna kynntist hann Sólrúnu Jónsdóttur og það fóru ástarbréf þeirra á milli sem birtust í bókinni Bréf til Sólu. Við erum svolítið að segja þá sögu líka sem er að mörgu leyti mjög sorgleg. Móðir Sólu sá ekki mannsefni í Þórbergi, sem var fátækur á þessum tíma og hún vildi ekki að Sóla væri að dandalast með honum svo hún giftist sjómanni. Seinna meir hittust þau Þórbergur á laun. Maður Sólu dó um það leyti sem dóttir Þórbergs og Sólu fæddist en þá var Þórbergur á barmi frægðarinnar því Bréf til Láru kom út sama ár, þá breyttist viðhorf hans til hjónabandsins sem hann sagði fara illa saman með hans aðstæðum. Seinna kom Margrét inn í hans líf. Við fléttuðum þessa sögu aðeins inn í verkið.“ Í lokin er Friðrik spurður hvort hann telji sig hafa lært eitthvað af Þórbergi við þessa rannsókn á honum? „Ég held að hvert einasta verkefni, sérstaklega stórar persónur sem maður fær að kljást við í leikhúsi, færi manni nýjan sannleika um sjálfan sig og tilveruna. Ég get ekki fest fingur á nákvæmlega hvað það er en allt þetta vafstur stækkar mann sem persónu. Það góða við leikhúsið og það skemmtilega við mitt starf er fjölbreytnin og að fást við alla þessa klassík, hvort sem það er Shakespeare eða Þórbergur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. febrúar 2017
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira