Tölvuleikjaframleiðandinn Emmsjé Gauti Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. febrúar 2017 09:30 Það er spurning hvort Emmsjé Gauti fari úr rappinu yfir í tölvuleikina? Vísir/Stefán karlsson „Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is. Leikjavísir Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
„Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is.
Leikjavísir Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira