Tölvuleikjaframleiðandinn Emmsjé Gauti Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. febrúar 2017 09:30 Það er spurning hvort Emmsjé Gauti fari úr rappinu yfir í tölvuleikina? Vísir/Stefán karlsson „Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is. Leikjavísir Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is.
Leikjavísir Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira