Tilkynning NASA í beinni: Hvað er að frétta úr stjörnuþokunni? Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 16:30 Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. NASA Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum. Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum.
Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira