Klukkan tifar Magnús Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Flestir Íslendingar þekkja þá tilfinningu að koma heim til Íslands eftir lengri eða skemmri dvöl úti í hinum stóra heimi. Teyga ískalt vatn beint úr krananum og anda að sér ferskum og mishröðum andvaranum á Suðurnesjunum. Þetta eru ómetanleg lífsgæði og forréttindi. En á sama tíma eru þetta lífsgæði og forréttindi sem við höfum í raun ekki unnið fyrir heldur eru einfaldlega til komin vegna legu landsins og gæða. Ábyrgð okkar í umhverfismálum er því þeim mun meiri, en ekki minni eins og maður hefur á stundum á tilfinningunni. Fyrir rúmri viku afhenti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands stjórnvöldum greiningarskýrslu um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Þar kemur fram að hreint út sagt stórtækar aðgerðir þurfi til ef við sem þjóð ætlum að standa undir alþjóðlegum skuldbindingum okkar. Það er auðvitað smánarlegt fyrir þjóð sem hefur viðlíka aðgang að endurnýjanlegri orku og Íslendingar. Þjóð sem nýtur lífsgæða fyrir sakir legu landsins á þessari jörð sem mannkynið virðist nánast staðráðið í að tortíma á altari markaða, lífsstíls og viðskiptahagsmuna. Það er þó fagnaðarefni að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, skuli strax vera að bregðast við eins og kemur fram í grein hennar hér í Fréttablaðinu í dag. Björt telur að með samhentu átaki getum við staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun og vonandi mun það ganga eftir þó svo ansi margt þurfi að ganga upp og fara á besta veg ef það á að takast. Að auki leggur Björt áherslu á að í stjórnarsáttmálanum sé tiltekið sérstaklega að ríkisstjórnin muni ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Annað væri það nú! Við höfum þegar gengið allt of langt í þeim efnum og þurfum í raun að ræða af fullri alvöru hvernig við getum undið ofan af þeirri vitleysu, fremur en að láta það gott heita að við ætlum að hætta að gera sömu mistök og við höfum verið að gera síðustu áratugina. Eins og Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur benti á í viðtali við Fréttablaðið þá þurfa stjórnvöld einmitt að gera sér grein fyrir því að við verðum að láta af vondum verkum. Á meðal þess sem verði að vera í forgangi sé að slá út af borðinu öll áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu en ekkert hefur enn komið fram um það í málflutningi ráðherra. Stefán bendir einnig á mikilvægi þess að verðleggja ótæka hegðun út af markaðnum og lýsir eftir græna hagkerfinu, máli sem var klárað í þverpólitískri sátt frá Alþingi árið 2012. Rafbílavæðingin er einnig dæmi um mál þar sem við höfum dregið lappirnar árum saman og það er gleðiefni ef ráðherra ætlar sér að beita sér fyrir byltingu í þeim efnum en tíminn er engu að síður að renna frá okkur. Tími skýrslugerðar og rannsókna er nefnilega löngu liðinn og tími aðgerða er að renna frá okkur. Það er vonandi að ríkisstjórnin öll, án undantekninga, geti virkjað þingheim í því að taka nú á þessum málum af alefli. Ekki veitir af því klukkan tifar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Flestir Íslendingar þekkja þá tilfinningu að koma heim til Íslands eftir lengri eða skemmri dvöl úti í hinum stóra heimi. Teyga ískalt vatn beint úr krananum og anda að sér ferskum og mishröðum andvaranum á Suðurnesjunum. Þetta eru ómetanleg lífsgæði og forréttindi. En á sama tíma eru þetta lífsgæði og forréttindi sem við höfum í raun ekki unnið fyrir heldur eru einfaldlega til komin vegna legu landsins og gæða. Ábyrgð okkar í umhverfismálum er því þeim mun meiri, en ekki minni eins og maður hefur á stundum á tilfinningunni. Fyrir rúmri viku afhenti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands stjórnvöldum greiningarskýrslu um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Þar kemur fram að hreint út sagt stórtækar aðgerðir þurfi til ef við sem þjóð ætlum að standa undir alþjóðlegum skuldbindingum okkar. Það er auðvitað smánarlegt fyrir þjóð sem hefur viðlíka aðgang að endurnýjanlegri orku og Íslendingar. Þjóð sem nýtur lífsgæða fyrir sakir legu landsins á þessari jörð sem mannkynið virðist nánast staðráðið í að tortíma á altari markaða, lífsstíls og viðskiptahagsmuna. Það er þó fagnaðarefni að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, skuli strax vera að bregðast við eins og kemur fram í grein hennar hér í Fréttablaðinu í dag. Björt telur að með samhentu átaki getum við staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun og vonandi mun það ganga eftir þó svo ansi margt þurfi að ganga upp og fara á besta veg ef það á að takast. Að auki leggur Björt áherslu á að í stjórnarsáttmálanum sé tiltekið sérstaklega að ríkisstjórnin muni ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Annað væri það nú! Við höfum þegar gengið allt of langt í þeim efnum og þurfum í raun að ræða af fullri alvöru hvernig við getum undið ofan af þeirri vitleysu, fremur en að láta það gott heita að við ætlum að hætta að gera sömu mistök og við höfum verið að gera síðustu áratugina. Eins og Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur benti á í viðtali við Fréttablaðið þá þurfa stjórnvöld einmitt að gera sér grein fyrir því að við verðum að láta af vondum verkum. Á meðal þess sem verði að vera í forgangi sé að slá út af borðinu öll áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu en ekkert hefur enn komið fram um það í málflutningi ráðherra. Stefán bendir einnig á mikilvægi þess að verðleggja ótæka hegðun út af markaðnum og lýsir eftir græna hagkerfinu, máli sem var klárað í þverpólitískri sátt frá Alþingi árið 2012. Rafbílavæðingin er einnig dæmi um mál þar sem við höfum dregið lappirnar árum saman og það er gleðiefni ef ráðherra ætlar sér að beita sér fyrir byltingu í þeim efnum en tíminn er engu að síður að renna frá okkur. Tími skýrslugerðar og rannsókna er nefnilega löngu liðinn og tími aðgerða er að renna frá okkur. Það er vonandi að ríkisstjórnin öll, án undantekninga, geti virkjað þingheim í því að taka nú á þessum málum af alefli. Ekki veitir af því klukkan tifar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. febrúar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun