Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 13:15 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira