Vinkonurnar elska að berjast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. mars 2017 06:00 Ekkert gefið eftir. Sunna og Calderwood taka hraustlega á því. Þær hafa verið að æfa tvisvar á dag síðustu daga og þeim finnst fátt skemmtilegra en að æfa. vísir/stefán Sunna Rannveig Davíðsdóttir, sem kallar sig Sunnu „Tsunami“, æfir af krafti þessa dagana fyrir annan atvinnumannabardaga sinn sem fer fram þann 25. mars næstkomandi. Hún hefur fengið góða aðstoð við æfingarnar þar sem hin skoska Joanne „JoJo“ Calderwood hefur æft með henni síðustu daga. JoJo barðist hjá Invicta-bardagasambandinu á sínum tíma en er nú komin í UFC þar sem hún er í sjöunda sæti í strávigt kvenna. Sunna keppir í Invicta og stefnir sömu leið og Calderwood. Því er ekki ónýtt að fá aðstoð og leiðsögn frá þeirri skosku. Ég settist niður með þeim báðum í glæsilegum húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíðinni og ræddi við þær um lífið í bardagaheiminum.Eru svipaðar týpur „Ég var að vonast til að keppa á sama bardagakvöldi og Gunnar Nelson í London en það gekk því miður ekki upp. Ég var mjög vonsvikin yfir að komast ekki inn þar og það sem er erfitt í þessum bransa er að vita ekki hvenær maður berst næst. Þetta er atvinnan manns sem maður treystir á,“ segir Calderwood sem var þó hæstánægð með að koma til Íslands og hún átti ekki til orð til að lýsa því hversu hrifin hún væri af æfingaaðstöðunni í Öskjuhlíðinni. Sunna og Calderwood virðast ná mjög vel saman, þær voru ekkert ragar við að tala fallega hvor um aðra og skiptust á að roðna við hrósið. „Við erum svipaðar týpur. Rólegar og glaðar stelpur. Við náðum strax vel saman,“ segir JoJo og brosir en þær eiga það sameiginlegt að vera báðar ákaflega viðkunnanlegar. „JoJo hjálpaði mér er ég barðist á sínum tíma í Skotlandi. Var í horninu hjá mér og mamma hennar kom sérstaklega til þess að greiða á mér hárið fyrir bardagann,“ segir Sunna og báðar hlæja dátt er þær rifja þessa skemmtilegu stund upp.Vinkonur. JoJo og Sunna æfa saman í tíu daga í æfingahúsnæði Mjölnis. Sunna verður tilbúin fyrir næsta bardaga.vísir/stefánSunna er til fyrirmyndar Þær stöllur eiga ýmislegt sameiginlegt. Til að mynda er Calderwood fyrsta skoska atvinnukonan í MMA og Sunna sú fyrsta íslenska. Eins og áður segir er Calderwood búin að feta þá slóð sem Sunna er nú á. Hefur hún einhver góð ráð fyrir okkar konu? „Ég var mjög glöð er ég heyrði að Sunna væri komin í Invicta. Það er frábært bardagasamband sem kemur mjög vel fram við fólkið sitt. Það kom mér ekkert á óvart að Sunna færi þar inn enda mjög góð bardagakona. Hún er sjálfri sér til sóma og er góður fulltrúi Íslands. Ef ég ætti að gefa henni góð ráð þá væri það að halda áfram að vera hún sjálf og æfa áfram af krafti eins og hún hefur alltaf gert. Mikilvægast af öllu er að vera glöð og njóta vegferðarinnar,“ segir Calderwood og þær hlæja svo í kór. Sunna segist hafa lært mikið af hinni skosku stöllu sinni. „Hún er frábær fyrirmynd,“ segir Sunna og JoJo skýtur því inn að nú megi Sunna tala íslensku svo hún verði ekki of vandræðaleg. Sunna er fljót að hafna því.Glaður bardagamaður er hættulegur bardagamaður „Hún hefur kennt mér að vera alltaf jákvæð og njóta. Njóta hverrar stundar. Glaður bardagamaður er hættulegur bardagamaður. JoJo er frábær bardagakona og ég var löngu byrjuð að fylgjast með henni áður en hún kom til Íslands og við kynntumst. Höggin hennar eru svo mögnuð og hún er með allt vopnabúrið. Hún átti flottan Muay Thai-feril áður en hún fór í MMA og er ansi mögnuð.“ Þær eru frumherjar í sínum löndum en hvað er það við blandaðar bardagalistir, eða MMA, sem þeim finnst vera svona heillandi? Af hverju berjast þær?Þakklát fyrir tækifærin „Við elskum að berjast,“ segir Sunna ákveðin og JoJo tekur svo við. „Heimurinn getur verið erfiður staður af mörgum ástæðum. Það eru tilfinningar, fólk er úttaugað af ýmsum ástæðum og annað. Bróðir minn dró mig með í þetta og ég fékk fljótlega bakteríuna. Ég get slökkt á mér og slakað á þegar ég æfi. Ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Calderwood. Sunna kinkar kolli áður en hún tekur við keflinu á ný. „Maður byrjar á því að kýla púðana og svo tengist maður fólki. Þá fer maður að glíma við fólk sem maður er búinn að kynnast. Maður kynnist mikið af góðu fólki í þessum heimi. Þetta verður svo að lífsstíl. Við elskum hann báðar. Maður fær að æfa um allan heim og kynnast mörgu fólki. Það skiptir ekki máli hvað er að gerast í lífinu. Maður skilur allt eftir í dyragættinni er maður gengur inn í æfingasalinn og það er góð tilfinning. Það eru allir jafnir í æfingasalnum.“JoJo og Sunna eru miklar vinkonur.vísir/stefánGæti komist fljótt í UFC Calderwood líst vel á standið á Sunnu og efast ekkert um að hún eigi eftir komast eins langt og hún vill. Sunna hefur ekki farið leynt með að hún stefnir á að keppa fyrir UFC. „Tækifærið gæti komið hvenær sem er. Það myndi henta henni vel að vera í UFC því hún er alltaf tilbúin og alltaf í æfingu. Í UFC vantar oft andstæðing með skömmum fyrirvara. Sunna gæti alltaf stokkið inn og ég veit að hún yrði tilbúin. Hún gæti þess vegna dottið inn í UFC eftir næsta bardaga sinn hjá Invicta,“ segir Calderwood en gætu þær hugsað sér að mæta hvor annarri í búrinu? „Ég myndi alls ekki vilja mæta henni,“ segir Sunna en spurningin virtist koma flatt upp á þær og greinilega er takmarkaður áhugi hjá þeim vinkonunum að mætast. „Ég hef verið aðdáandi þinn lengi og elska hvernig þú berst. Ég hafði lesið um þig og horft á þig löngu áður en við hittumst. Það var því mikill heiður að hitta þig loksins og ég er svo ánægð með að við séum góðir vinir. Alltaf er við hittumst er eins og við höfum síðast sést í gær,“ segir Sunna og JoJo kinkar kolli vinalega.Prófa allt einu sinni Það eiga klárlega fleiri stelpur eftir að feta í fótspor þeirra í framtíðinni en hvaða ráð gefa þær þeim stelpum sem eru að spá í að fara í MMA? „Bara drífa sig í æfingasalinn og byrja að æfa. Ég þekkti engan er ég byrjaði. Maður á að gera það sem maður vill gera í lífinu,“ segir Sunna og Calderwood segir mikilvægt að prófa allt einu sinni. „Ekki vera hrædd við að prófa nýja hluti. Þú veist aldrei hvernig það gæti endað.“ MMA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, sem kallar sig Sunnu „Tsunami“, æfir af krafti þessa dagana fyrir annan atvinnumannabardaga sinn sem fer fram þann 25. mars næstkomandi. Hún hefur fengið góða aðstoð við æfingarnar þar sem hin skoska Joanne „JoJo“ Calderwood hefur æft með henni síðustu daga. JoJo barðist hjá Invicta-bardagasambandinu á sínum tíma en er nú komin í UFC þar sem hún er í sjöunda sæti í strávigt kvenna. Sunna keppir í Invicta og stefnir sömu leið og Calderwood. Því er ekki ónýtt að fá aðstoð og leiðsögn frá þeirri skosku. Ég settist niður með þeim báðum í glæsilegum húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíðinni og ræddi við þær um lífið í bardagaheiminum.Eru svipaðar týpur „Ég var að vonast til að keppa á sama bardagakvöldi og Gunnar Nelson í London en það gekk því miður ekki upp. Ég var mjög vonsvikin yfir að komast ekki inn þar og það sem er erfitt í þessum bransa er að vita ekki hvenær maður berst næst. Þetta er atvinnan manns sem maður treystir á,“ segir Calderwood sem var þó hæstánægð með að koma til Íslands og hún átti ekki til orð til að lýsa því hversu hrifin hún væri af æfingaaðstöðunni í Öskjuhlíðinni. Sunna og Calderwood virðast ná mjög vel saman, þær voru ekkert ragar við að tala fallega hvor um aðra og skiptust á að roðna við hrósið. „Við erum svipaðar týpur. Rólegar og glaðar stelpur. Við náðum strax vel saman,“ segir JoJo og brosir en þær eiga það sameiginlegt að vera báðar ákaflega viðkunnanlegar. „JoJo hjálpaði mér er ég barðist á sínum tíma í Skotlandi. Var í horninu hjá mér og mamma hennar kom sérstaklega til þess að greiða á mér hárið fyrir bardagann,“ segir Sunna og báðar hlæja dátt er þær rifja þessa skemmtilegu stund upp.Vinkonur. JoJo og Sunna æfa saman í tíu daga í æfingahúsnæði Mjölnis. Sunna verður tilbúin fyrir næsta bardaga.vísir/stefánSunna er til fyrirmyndar Þær stöllur eiga ýmislegt sameiginlegt. Til að mynda er Calderwood fyrsta skoska atvinnukonan í MMA og Sunna sú fyrsta íslenska. Eins og áður segir er Calderwood búin að feta þá slóð sem Sunna er nú á. Hefur hún einhver góð ráð fyrir okkar konu? „Ég var mjög glöð er ég heyrði að Sunna væri komin í Invicta. Það er frábært bardagasamband sem kemur mjög vel fram við fólkið sitt. Það kom mér ekkert á óvart að Sunna færi þar inn enda mjög góð bardagakona. Hún er sjálfri sér til sóma og er góður fulltrúi Íslands. Ef ég ætti að gefa henni góð ráð þá væri það að halda áfram að vera hún sjálf og æfa áfram af krafti eins og hún hefur alltaf gert. Mikilvægast af öllu er að vera glöð og njóta vegferðarinnar,“ segir Calderwood og þær hlæja svo í kór. Sunna segist hafa lært mikið af hinni skosku stöllu sinni. „Hún er frábær fyrirmynd,“ segir Sunna og JoJo skýtur því inn að nú megi Sunna tala íslensku svo hún verði ekki of vandræðaleg. Sunna er fljót að hafna því.Glaður bardagamaður er hættulegur bardagamaður „Hún hefur kennt mér að vera alltaf jákvæð og njóta. Njóta hverrar stundar. Glaður bardagamaður er hættulegur bardagamaður. JoJo er frábær bardagakona og ég var löngu byrjuð að fylgjast með henni áður en hún kom til Íslands og við kynntumst. Höggin hennar eru svo mögnuð og hún er með allt vopnabúrið. Hún átti flottan Muay Thai-feril áður en hún fór í MMA og er ansi mögnuð.“ Þær eru frumherjar í sínum löndum en hvað er það við blandaðar bardagalistir, eða MMA, sem þeim finnst vera svona heillandi? Af hverju berjast þær?Þakklát fyrir tækifærin „Við elskum að berjast,“ segir Sunna ákveðin og JoJo tekur svo við. „Heimurinn getur verið erfiður staður af mörgum ástæðum. Það eru tilfinningar, fólk er úttaugað af ýmsum ástæðum og annað. Bróðir minn dró mig með í þetta og ég fékk fljótlega bakteríuna. Ég get slökkt á mér og slakað á þegar ég æfi. Ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Calderwood. Sunna kinkar kolli áður en hún tekur við keflinu á ný. „Maður byrjar á því að kýla púðana og svo tengist maður fólki. Þá fer maður að glíma við fólk sem maður er búinn að kynnast. Maður kynnist mikið af góðu fólki í þessum heimi. Þetta verður svo að lífsstíl. Við elskum hann báðar. Maður fær að æfa um allan heim og kynnast mörgu fólki. Það skiptir ekki máli hvað er að gerast í lífinu. Maður skilur allt eftir í dyragættinni er maður gengur inn í æfingasalinn og það er góð tilfinning. Það eru allir jafnir í æfingasalnum.“JoJo og Sunna eru miklar vinkonur.vísir/stefánGæti komist fljótt í UFC Calderwood líst vel á standið á Sunnu og efast ekkert um að hún eigi eftir komast eins langt og hún vill. Sunna hefur ekki farið leynt með að hún stefnir á að keppa fyrir UFC. „Tækifærið gæti komið hvenær sem er. Það myndi henta henni vel að vera í UFC því hún er alltaf tilbúin og alltaf í æfingu. Í UFC vantar oft andstæðing með skömmum fyrirvara. Sunna gæti alltaf stokkið inn og ég veit að hún yrði tilbúin. Hún gæti þess vegna dottið inn í UFC eftir næsta bardaga sinn hjá Invicta,“ segir Calderwood en gætu þær hugsað sér að mæta hvor annarri í búrinu? „Ég myndi alls ekki vilja mæta henni,“ segir Sunna en spurningin virtist koma flatt upp á þær og greinilega er takmarkaður áhugi hjá þeim vinkonunum að mætast. „Ég hef verið aðdáandi þinn lengi og elska hvernig þú berst. Ég hafði lesið um þig og horft á þig löngu áður en við hittumst. Það var því mikill heiður að hitta þig loksins og ég er svo ánægð með að við séum góðir vinir. Alltaf er við hittumst er eins og við höfum síðast sést í gær,“ segir Sunna og JoJo kinkar kolli vinalega.Prófa allt einu sinni Það eiga klárlega fleiri stelpur eftir að feta í fótspor þeirra í framtíðinni en hvaða ráð gefa þær þeim stelpum sem eru að spá í að fara í MMA? „Bara drífa sig í æfingasalinn og byrja að æfa. Ég þekkti engan er ég byrjaði. Maður á að gera það sem maður vill gera í lífinu,“ segir Sunna og Calderwood segir mikilvægt að prófa allt einu sinni. „Ekki vera hrædd við að prófa nýja hluti. Þú veist aldrei hvernig það gæti endað.“
MMA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira