Toyota i-TRIL hallar sér í beygjurnar Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 16:08 Einn af athygliverðustu bílum sem nú prýða pallana á bílsýningunni í Genf er þessi smá rafmagnsbíll frá Toyota sem fengið hefur nafnið i-TRIL. Hann er þriggja manna bíll sem svara á þörfum hins hefðbundna borgarbúa. Ökumaðurinn situr einn framí en tvö samhliða sæti eru fyrir aftan hann. Flestir ferðast í borgum annaðhvort einir á ferð eða með fáa farþega og því er ekki alltaf þörf fyrir að vera á bíl sem tekur 5 manns í sæti og stærðin eftir því. i-TRIL varð til eftir miklar rannsóknir Toyota á þörfum og óskum fólks í borgum og þessi i-TRIL á að höfða sérstaklega til kvenna á aldrinum 30-50 ára sem eiga eitt eða tvö börn og eru athafnasamar. I-TRIL er aðeins 2,7 metra langur, 590 kg þungur og sporvídd hans er aðeins 120 cm. Athygli vekur að sporvídd hans er mun meiri að framan en aftan, en þar er æði stutt á milli hjólanna. Aksturseiginleikar i-TRIL eru miklir og bíllinn hallar sér í beygjurnar. Hann er fyrir vikið stöðugri á vegi og hliðarhallinn kemur í veg fyrir að farþegar verði bílveikir og þessi skemmtilega tækni eykur mjög akstursánægju ökumannsins. Þessi tækni sást fyrst í i-Road tilraunabíl Toyota fyrir örfáum árum. Forvitnilegt er að sjá i-TRIL í beygjum því frambrettin fylgja hjólunum en ekki yfirbyggingu bílsins og það gerir bílinn eins og lifandi veru. Mælaborðið í i-TRIL er einfalt í meira lagi og notast er við “Head-up-Display” tækni til að upplýsa ökumann um helstu upplýsingar. Stjórna má bílnum að miklu leiti með raddstýrðri tækni. Taka skal fram að aftursæti bílsins eru ekki endilega gerð fyrir börn, þar er nægt pláss fyrir fullorðna og mikið fótarými. I-TRIL er með 200 km drægni og ætti því að duga borgarbúanum vel á hverjum degi. Hér að ofan sést þegar hulunni var svift af i-TRIL bílnum á bílasýningunni í Genf á þriðjudaginn.iTRIL er með vængjahurðum.Einföld og falleg innrétting. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent
Einn af athygliverðustu bílum sem nú prýða pallana á bílsýningunni í Genf er þessi smá rafmagnsbíll frá Toyota sem fengið hefur nafnið i-TRIL. Hann er þriggja manna bíll sem svara á þörfum hins hefðbundna borgarbúa. Ökumaðurinn situr einn framí en tvö samhliða sæti eru fyrir aftan hann. Flestir ferðast í borgum annaðhvort einir á ferð eða með fáa farþega og því er ekki alltaf þörf fyrir að vera á bíl sem tekur 5 manns í sæti og stærðin eftir því. i-TRIL varð til eftir miklar rannsóknir Toyota á þörfum og óskum fólks í borgum og þessi i-TRIL á að höfða sérstaklega til kvenna á aldrinum 30-50 ára sem eiga eitt eða tvö börn og eru athafnasamar. I-TRIL er aðeins 2,7 metra langur, 590 kg þungur og sporvídd hans er aðeins 120 cm. Athygli vekur að sporvídd hans er mun meiri að framan en aftan, en þar er æði stutt á milli hjólanna. Aksturseiginleikar i-TRIL eru miklir og bíllinn hallar sér í beygjurnar. Hann er fyrir vikið stöðugri á vegi og hliðarhallinn kemur í veg fyrir að farþegar verði bílveikir og þessi skemmtilega tækni eykur mjög akstursánægju ökumannsins. Þessi tækni sást fyrst í i-Road tilraunabíl Toyota fyrir örfáum árum. Forvitnilegt er að sjá i-TRIL í beygjum því frambrettin fylgja hjólunum en ekki yfirbyggingu bílsins og það gerir bílinn eins og lifandi veru. Mælaborðið í i-TRIL er einfalt í meira lagi og notast er við “Head-up-Display” tækni til að upplýsa ökumann um helstu upplýsingar. Stjórna má bílnum að miklu leiti með raddstýrðri tækni. Taka skal fram að aftursæti bílsins eru ekki endilega gerð fyrir börn, þar er nægt pláss fyrir fullorðna og mikið fótarými. I-TRIL er með 200 km drægni og ætti því að duga borgarbúanum vel á hverjum degi. Hér að ofan sést þegar hulunni var svift af i-TRIL bílnum á bílasýningunni í Genf á þriðjudaginn.iTRIL er með vængjahurðum.Einföld og falleg innrétting.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent