283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 10:59 Lögreglan hefur nóg að gera í miðborg Reykjavíkur. Vísir/KTD Árið 2016 var tilkynnt um 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. Flestar eru tilkynningarnar vegna minniháttar líkamsárása. Flest þessara ofbeldisbrota koma upp í tengslum við skemmtanalíf í miðborginni um helgar. Um það bil tvö af hverjum þremur tilkynntum ofbeldisbrotum árið 2016 áttu sér stað frá miðnætti til klukkan 7 aðfaranótt laugardags og sunnudags og voru tæp 80 prósent þessara brota skráð inn á skemmtistöðum eða utandyra á þessu svæði að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmenn eru um 90 prósent gerenda í ofbeldismálum í miðborginni og um 80 prósent brotaþola. Tæplega helmingur grunaðra voru á aldrinum 21 til 30 ára og um helmingur brotaþola var á sama aldri. Ekki er algengt að sömu aðilar séu grunaðir í mörgum ofbeldismálum á sama árinu. Um níu prósent grunaðra báru ábyrgð á tveimur eða fleiri ofbeldisbrotum árið 2016. Flestir áttu þátt í tveimur brotum, en tæplega þrjú prósent báru ábyrgð á þremur eða fjórum málum.Ofbeldi í miðborgCreate column chartsÞegar á heildina er litið hefur ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu öllu fjölgað frá árinu 2011. Það ár bárust lögreglunni 679 tilkynningar um ofbeldisbrot, en árið 2015 voru tilkynningarnar aftur á móti orðnar 1.186 og 1.169 árið 2016. Þessi fjölgun skýrist af breyttu verklagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í heimilisofbeldismálum sem tók gildi í janúar 2015. Allt til ársins 2015 var hlutfall heimilisofbeldismála í ofbeldisbrotum um það bil 25 prósent, en jókst nokkuð árin 2015 og 2016 eða í rúmlega 40 prósent. Eins urðu breytingar á staðsetningu ofbeldisbrota. Áður en ofangreindar verklagsbreytingar tóku gildi áttu um 40 prósent ofbeldisbrota sér stað í miðborg Reykjavíkur. Eftir breytingarnar lækkaði þetta hlutfall töluvert, eða í tæplega 30 prósent árið 2015 og um 25 prósent árið 2016. Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík. Þá er unnið á uppsetningu á um 30 nýjum eftirlitsmyndavélum í miðborginni auk þess sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun vera með aukið eftirlit á svæðinu um helgar. Tengdar fréttir Munu fjölga myndavélum í miðbænum Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 31. janúar 2017 07:00 Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Runólfur Ágústsson segir að það hafi tekið á að bíða á milli vonar og ótta eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegi líkamsárás í miðborginni. 24. febrúar 2017 22:01 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Árið 2016 var tilkynnt um 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. Flestar eru tilkynningarnar vegna minniháttar líkamsárása. Flest þessara ofbeldisbrota koma upp í tengslum við skemmtanalíf í miðborginni um helgar. Um það bil tvö af hverjum þremur tilkynntum ofbeldisbrotum árið 2016 áttu sér stað frá miðnætti til klukkan 7 aðfaranótt laugardags og sunnudags og voru tæp 80 prósent þessara brota skráð inn á skemmtistöðum eða utandyra á þessu svæði að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmenn eru um 90 prósent gerenda í ofbeldismálum í miðborginni og um 80 prósent brotaþola. Tæplega helmingur grunaðra voru á aldrinum 21 til 30 ára og um helmingur brotaþola var á sama aldri. Ekki er algengt að sömu aðilar séu grunaðir í mörgum ofbeldismálum á sama árinu. Um níu prósent grunaðra báru ábyrgð á tveimur eða fleiri ofbeldisbrotum árið 2016. Flestir áttu þátt í tveimur brotum, en tæplega þrjú prósent báru ábyrgð á þremur eða fjórum málum.Ofbeldi í miðborgCreate column chartsÞegar á heildina er litið hefur ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu öllu fjölgað frá árinu 2011. Það ár bárust lögreglunni 679 tilkynningar um ofbeldisbrot, en árið 2015 voru tilkynningarnar aftur á móti orðnar 1.186 og 1.169 árið 2016. Þessi fjölgun skýrist af breyttu verklagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í heimilisofbeldismálum sem tók gildi í janúar 2015. Allt til ársins 2015 var hlutfall heimilisofbeldismála í ofbeldisbrotum um það bil 25 prósent, en jókst nokkuð árin 2015 og 2016 eða í rúmlega 40 prósent. Eins urðu breytingar á staðsetningu ofbeldisbrota. Áður en ofangreindar verklagsbreytingar tóku gildi áttu um 40 prósent ofbeldisbrota sér stað í miðborg Reykjavíkur. Eftir breytingarnar lækkaði þetta hlutfall töluvert, eða í tæplega 30 prósent árið 2015 og um 25 prósent árið 2016. Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík. Þá er unnið á uppsetningu á um 30 nýjum eftirlitsmyndavélum í miðborginni auk þess sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun vera með aukið eftirlit á svæðinu um helgar.
Tengdar fréttir Munu fjölga myndavélum í miðbænum Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 31. janúar 2017 07:00 Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Runólfur Ágústsson segir að það hafi tekið á að bíða á milli vonar og ótta eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegi líkamsárás í miðborginni. 24. febrúar 2017 22:01 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Munu fjölga myndavélum í miðbænum Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 31. janúar 2017 07:00
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30
Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00
Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Runólfur Ágústsson segir að það hafi tekið á að bíða á milli vonar og ótta eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegi líkamsárás í miðborginni. 24. febrúar 2017 22:01