Atlantsolía lækkar um 2 krónur Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 10:30 Ein bensínstöðva Atlantsolíu. Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu. Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent
Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu.
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent