Atlantsolía lækkar um 2 krónur Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 10:30 Ein bensínstöðva Atlantsolíu. Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent