Geðlæknirinn á Litla-Hrauni hætti því ekki var hægt að veita lágmarksþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2017 20:26 Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00