Óvænt bréf setur dómstól ÍSÍ í erfiða stöðu í umtöluðu lyfjamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2017 09:00 Frá keppni í Crossfit í Digranesi. Keppendur á myndinni tengjast fréttinni ekki. Vísir/Daníel Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur nú til skoðunar mál Hinriks Inga Óskarssonar sem neitaði að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í desember. Hinrik Ingi var í framhaldinu settur í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í íslenskum crossfitstöðvum. Keppni í Crossfit heyrir ekki undir ÍSÍ. Hinrik Ingi var skráður í Lyftingafélag Reykjavíkur, sem er aðili að ÍSÍ, og af þeim sökum var málið tekið upp hjá lyfjaeftirlitinu og þess krafist að hann yrði dæmdur í keppnisbann hjá ÍSÍ. Hinrik Ingi Óskarsson hefur verið í fremstu röð í Crossfit hér heima undanfarin misseri.hinrik ingi Bréf dagsett í ágúst Óhætt er að segja að málið sé hið undarlegasta en skýrslutökur í málinu fóru fram á dögunum. Þar framvísaði Hinrik Ingi bréfi, undirrituðu af stjórnarmanni Lyftingafélags Reykjavíkur í ágúst síðastliðnum, þar sem fram kom ósk Hinriks Inga um að segja sig úr félaginu. Eru það rök Hinriks Inga og lögmanns hans fyrir dómstóli ÍSÍ að þar sem Hinrik Ingi hafi ekki verið skráður í Lyftingafélag Reykjavíkur þegar hann neitaði að gangast undir lyfjapróf eigi ÍSÍ ekki að fjalla um málið. Það flækir málið að Hinrik Ingi var ekki skráður rafrænt úr skráningarfélagi ÍSÍ, Felix, sem heldur utan um iðkendur í íslenskum íþróttum. Þá virðast aðeins Hinrik og fyrrnefndur stjórnarmaður lyftingafélagsins til frásagnar um úrskráninguna. Lyftingafélag Reykjavíkur og Crossfit Reykjavík deila húsnæði í Faxafeni.Já.is Lyftingafélögin praktísk lausn Lyftingafélag Reykjavíkur er eitt nokkurra lyftingafélaga sem orðið hafa til sem nokkurs konar vinafélag Crossfitstöðva á Íslandi. Þannig deilir Lyftingafélag Reykjavíkur húsnæði með Crossfit Reykjavík og Lyftingafélag Hafnarfjarðar er í sama húsnæði og Crossfit Hafnarfjarðar svo dæmi séu tekin. Lyftingafélögin eiga margt sameiginlegt með Crossfit þar sem ólympískar lyftingar leika stórt hlutverk. Crossfitstöðvarnar heyra ekki undir ÍSÍ en með því að vera skráður í félag sem heyrir undir ÍSÍ, til dæmis lyftingafélögin, geta íþróttamenn keppt í mótum á vegum ÍSÍ. Þannig hefur afreksfólk í Crossfit á borð við Björgvin Guðmundsson og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur getað keppt í mótum á vegum ÍSÍ þar sem þau eru einnig skráð í félög innan ÍSÍ. Björgvin er skráður í Lyftingafélagið Hengil og Sara er skráð í Ungmennafélag Njarðvíkur. Þau sópuðu einmitt til sín verðlaunum á Reykjavíkurleikunum í janúar. Í mótum á vegum ÍSÍ er reglulega lyfjaprófað og eru þá sigurvegarar iðulega prófaðir. Björgvin og Sara voru tekin í lyfjapróf á Reykjavíkurleikunum og stóðust þau. Frá fundi um lyfjaeftirlitsmál í íþróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir nokkrum árum.ÍSÍ Tveir efstu neituðu báðir að fara í lyfjapróf Mál ÍSÍ á hendur Hinriki er fyrir margar sakir athyglisvert. Almennt sinnir lyfjaeftirlit ÍSÍ fyrst og fremst verkefnum innan ÍSÍ. Crossfitsamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn lyfjanotkun í keppnum til að hrista af sér orðspor um steranotkun í íþróttinni. Liður í því var að kaupa þjónustu lyfjaeftirlits ÍSÍ á Íslandsmótinu í desember. Allir keppendur skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis að þeir væru samþykkir því að gangast undir lyfjapróf yrði farið fram á það. Raunar hljóðar samþykkið upp á að geta verið kallaður í lyfjapróf hvenær sem er á tólf mánaða tímabili. Afreksfólk Íslands, sem unnið hefur til verðlauna utan landsteinanna, var ekki á meðal keppenda. Hinrik stóð uppi sem sigurvegari og var kallaður í lyfjapróf sem hann neitaði að gangast undir. Hann hefur þó þvertekið fyrir að nota ólögleg efni og boðist til að fara í lyfjapróf. Hann hafi ekkert að fela. Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, var sömuleiðis kallaður í lyfjapróf. Hann sagðist ekki vilja fara í lyfjapróf þar sem hann væri á Concerta og því vís til þess að falla. Ástæðan fyrir því að hann væri á lyfinu sagði hann vera þá að hann væri í prófatörn. Uppákoman reyndist öll hinn vandræðalegasta sökum þess hve Hinrik var ósamvinnuþýður. Var Hinrik síðar kærður til lögreglu af lyfjaeftirlitnu vegna ofbeldisfullrar framkomu gagnvart lyfjaeftirlitsmönnum Ákvað mótsnefndin að sæma Hinrik og Berg verðlaunum sínum og ljúka mótinu. Síðar um kvöldið voru þeir sviptir verðlaununum og tilkynnt að þeir væru komnir í tveggja ára bann frá Crossfitstöðvum á Íslandi. Leiðbeiningar um hvernig eigi að eyða félaga í Felix skráningarkerfinu. Enn skráður í Felix Alla jafna hefði ÍSÍ ekki snert á málinu þar sem keppnin var ekki á vegum ÍSÍ. Sökum þess að Hinrik Ingi var skráður sem iðkandi hjá ÍSÍ í Felix skráningarkerfinu var ákveðið að höfða mál á hendur honum. Eins og alltaf er gert falli iðkandi hjá ÍSÍ á lyfjaprófi. Hinrik var boðaður í skýrslutöku vegna málsins á dögunum og mætti þá með bréf undirskrifað af Vilhelm Bernhöft, stjórnarmanni í Lyftingafélagi Reykjavíkur, frá því í ágúst 2016 eða þremur mánuðum fyrir Íslandsmótið í Crossfit. Í bréfinu óskar Hinrik Ingi eftir því að vera skráður úr félaginu og nafn hans fjarlægt úr öllum skrám félagsins. Undir skrifar Vilhelm. Þrátt fyrir skýr skilaboð um að fjarlægja nafn hans úr félaginu var hann ekki skráður úr Felix við þetta tilefni. Vilhelm Bernhöft er stjórnarmaður í Lyftingafélagi Reykjavíkur. Hinrik með eina eintakið af bréfinu Fáir ef nokkur utan þeirra Hinriks og Vilhelms virðast hafa vitað af úrsögninni. Á því gæti þó verið sú skýring að Lyftingafélag Reykjavíkur og Crossfit Reykjavík eru svo til sami hluturinn. Hinrik framvísaði bréfinu en ekkert eintak mun vera til af því í bókum Lyftingafélags Reykjavíkur. Þá mun Vilhelm hafa gert lítið úr tengslum þeirra Hinriks. Hann hafi líst sambandi þeirra sem kunningsskap, á pari við Facebook-vinskap. Þó munu þeir í það minnsta einu sinni hafa ferðast utan saman á Crossfitmót auk þess að vera reglulegir gestir í húsakynnum Crossfit Reykjavíkur/Lyftingafélags Reykjavíkur í Skeifunni í Reykjavík undanfarin misseri. Upplýsir ekki hvort fleiri hafi vitað af úrskráningunni Vilhelm vildi lítið tjá sig um málið við Vísi og sagði það í ferli hjá ÍSÍ. Hann segir ástæðuna fyrir því að Hinrik Ingi hafi ekki verið skráður úr Felix á þeim tíma sem bréfið á að hafa verið skrifað vera þá að félagið uppfæri félagaskráningu sína aðeins einu sinni á ári. Það gildir raunar um mörg íþróttafélög eins og Vilhelm bendir á, þ.e. að félagskráning er uppfærð aðeins einu sinni á ári. Á vorin í tilfelli Lyftingafélags Reykjavíkur, að sögn Vilhelms. Utan þess tíma séu iðkendur aðeins skráðir í kerfið, ekki úr. Aftur á móti er óalgengt að jafnformlegar kröfur séu lagðar fram um úrskráningu og í tilfelli Hinriks Inga miðað við orðalag bréfsins. Aðspurður hvort einhverjir fleiri hafi verið meðvitaðir um að Hinrik hafi skráð sig úr félaginu í ágúst síðastliðnum vill Vilhelm ekki svara spurningunni. En er það eitthvað leyndarmál hvort fleiri hafi vitað af því? „Nei nei, það eru ekki mjög margir í stjórninni,“ segir Vilhelm og vill ekki ræða málið frekar. Ekki náðist í Hrönn Svansdóttur, formann Lyftingafélags Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Íþróttamiðstöðin í Laugardal.ÍSÍ Crossfit í Bandaríkjunum fylgist með gangi mála Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu dómstóll ÍSÍ kemst að í málinu. Verði bréfið um úrskráningu Hinriks Inga tekið gilt má ljóst vera að verið er að setja áhugavert fordæmi í málum er varða lyfjapróf. Þá gæti keppandi sem fellur á lyfjaprófi orðið sér úti um bréf hjá stjórnarmanni síns félags, sem í sumum tilfellum er afar nákominn iðkendum á litla Íslandi, þar sem staðfest er að keppandinn hafi sagt sig úr félaginu og þar með ÍSÍ áður en til lyfjaprófsins kom. Jafnvel þótt hann sé enn skráður í félagið samkvæmt skráningu ÍSÍ. Niðurstöðu í málinu er að vænta síðar í mánuðinum og samkvæmt heimildum Vísis fylgist CrossFit í Bandaríkjunum með því hver útkoman verður. Bergur og Hinrik hafa báðir fengið bréf frá Crossfit í Bandaríkjunum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að þeim sé meinuð þátttaka út yfirstandandi tímabil. Sömuleiðis að fylgst sé með hver niðurstaða ÍSÍ í málinu verði. Heilbrigðisráðherra hefur á teikniborðinu frumvarp um misnotkun stera. Frumvarpið hefur fengið misjöfn viðbrögð. Féll á lyfjaprófi í fyrra Crossfit í Bandaríkjunum hefur dæmt keppendur í bann sem hafa fallið á lyfjaprófum. Bæði við keppni í Crossfit og sömuleiðis í öðrum íþróttum. Þekkt dæmi er Natalie Newhart sem tók afar miklum framförum á milli ára en var svo tekin í lyfjapróf fyrir um ári. Newhart féll á prófinu en hún hafði tekið stera. Hún áfrýjaði ekki dómnum. Newhart var dæmd í tveggja ára keppnisbann sem verður til þess að hún getur ekki tekið þátt í þremur heimsleikum í Crossfit. Heimsleikarnir eru stærsti vettvangur íþróttarinnar en þar hafa íslenskir keppendur, þá sérstaklega konur, staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hafa bæði Annie Mist og Katrín Tanja Davíðsdóttir staðið uppi sem sigurvegarar og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Guðmundsson unnið til verðlauna. Umtalsverð peningaverðlaun eru í boði. Skiptar skoðanir Miðillinn Barbellspin ræddi við nokkra af fremstu Crossfiturum heims og spurði þá út í þeirra skoðun á lyfjanotkun Newhart. Óhætt er að segja að skoðanir hafi verið skiptar á málinu. Allt frá því að Newhart ætti að vita betur yfir í að flestir ef ekki allir í fremstu röð væru að nota einhver árangursaukandi efni sem séu á bannlista en „hreinsi sig“ á þeim tímum þar sem von sé á að þeir verði teknir í lyfjapróf. Ummælin voru ekki höfð eftir einstökum keppendum. Þá var Charis Chan dæmd í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á bandaríska meistaramótinu í kraftlyftingum árið 2015. Hún verður í banni frá Crossfit þar til í apríl árið 2020. CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Kærður til lögreglu og gat ekki sótt mikla peninga til Dúbaí "Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson. 22. desember 2016 13:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur nú til skoðunar mál Hinriks Inga Óskarssonar sem neitaði að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í desember. Hinrik Ingi var í framhaldinu settur í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í íslenskum crossfitstöðvum. Keppni í Crossfit heyrir ekki undir ÍSÍ. Hinrik Ingi var skráður í Lyftingafélag Reykjavíkur, sem er aðili að ÍSÍ, og af þeim sökum var málið tekið upp hjá lyfjaeftirlitinu og þess krafist að hann yrði dæmdur í keppnisbann hjá ÍSÍ. Hinrik Ingi Óskarsson hefur verið í fremstu röð í Crossfit hér heima undanfarin misseri.hinrik ingi Bréf dagsett í ágúst Óhætt er að segja að málið sé hið undarlegasta en skýrslutökur í málinu fóru fram á dögunum. Þar framvísaði Hinrik Ingi bréfi, undirrituðu af stjórnarmanni Lyftingafélags Reykjavíkur í ágúst síðastliðnum, þar sem fram kom ósk Hinriks Inga um að segja sig úr félaginu. Eru það rök Hinriks Inga og lögmanns hans fyrir dómstóli ÍSÍ að þar sem Hinrik Ingi hafi ekki verið skráður í Lyftingafélag Reykjavíkur þegar hann neitaði að gangast undir lyfjapróf eigi ÍSÍ ekki að fjalla um málið. Það flækir málið að Hinrik Ingi var ekki skráður rafrænt úr skráningarfélagi ÍSÍ, Felix, sem heldur utan um iðkendur í íslenskum íþróttum. Þá virðast aðeins Hinrik og fyrrnefndur stjórnarmaður lyftingafélagsins til frásagnar um úrskráninguna. Lyftingafélag Reykjavíkur og Crossfit Reykjavík deila húsnæði í Faxafeni.Já.is Lyftingafélögin praktísk lausn Lyftingafélag Reykjavíkur er eitt nokkurra lyftingafélaga sem orðið hafa til sem nokkurs konar vinafélag Crossfitstöðva á Íslandi. Þannig deilir Lyftingafélag Reykjavíkur húsnæði með Crossfit Reykjavík og Lyftingafélag Hafnarfjarðar er í sama húsnæði og Crossfit Hafnarfjarðar svo dæmi séu tekin. Lyftingafélögin eiga margt sameiginlegt með Crossfit þar sem ólympískar lyftingar leika stórt hlutverk. Crossfitstöðvarnar heyra ekki undir ÍSÍ en með því að vera skráður í félag sem heyrir undir ÍSÍ, til dæmis lyftingafélögin, geta íþróttamenn keppt í mótum á vegum ÍSÍ. Þannig hefur afreksfólk í Crossfit á borð við Björgvin Guðmundsson og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur getað keppt í mótum á vegum ÍSÍ þar sem þau eru einnig skráð í félög innan ÍSÍ. Björgvin er skráður í Lyftingafélagið Hengil og Sara er skráð í Ungmennafélag Njarðvíkur. Þau sópuðu einmitt til sín verðlaunum á Reykjavíkurleikunum í janúar. Í mótum á vegum ÍSÍ er reglulega lyfjaprófað og eru þá sigurvegarar iðulega prófaðir. Björgvin og Sara voru tekin í lyfjapróf á Reykjavíkurleikunum og stóðust þau. Frá fundi um lyfjaeftirlitsmál í íþróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir nokkrum árum.ÍSÍ Tveir efstu neituðu báðir að fara í lyfjapróf Mál ÍSÍ á hendur Hinriki er fyrir margar sakir athyglisvert. Almennt sinnir lyfjaeftirlit ÍSÍ fyrst og fremst verkefnum innan ÍSÍ. Crossfitsamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn lyfjanotkun í keppnum til að hrista af sér orðspor um steranotkun í íþróttinni. Liður í því var að kaupa þjónustu lyfjaeftirlits ÍSÍ á Íslandsmótinu í desember. Allir keppendur skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis að þeir væru samþykkir því að gangast undir lyfjapróf yrði farið fram á það. Raunar hljóðar samþykkið upp á að geta verið kallaður í lyfjapróf hvenær sem er á tólf mánaða tímabili. Afreksfólk Íslands, sem unnið hefur til verðlauna utan landsteinanna, var ekki á meðal keppenda. Hinrik stóð uppi sem sigurvegari og var kallaður í lyfjapróf sem hann neitaði að gangast undir. Hann hefur þó þvertekið fyrir að nota ólögleg efni og boðist til að fara í lyfjapróf. Hann hafi ekkert að fela. Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, var sömuleiðis kallaður í lyfjapróf. Hann sagðist ekki vilja fara í lyfjapróf þar sem hann væri á Concerta og því vís til þess að falla. Ástæðan fyrir því að hann væri á lyfinu sagði hann vera þá að hann væri í prófatörn. Uppákoman reyndist öll hinn vandræðalegasta sökum þess hve Hinrik var ósamvinnuþýður. Var Hinrik síðar kærður til lögreglu af lyfjaeftirlitnu vegna ofbeldisfullrar framkomu gagnvart lyfjaeftirlitsmönnum Ákvað mótsnefndin að sæma Hinrik og Berg verðlaunum sínum og ljúka mótinu. Síðar um kvöldið voru þeir sviptir verðlaununum og tilkynnt að þeir væru komnir í tveggja ára bann frá Crossfitstöðvum á Íslandi. Leiðbeiningar um hvernig eigi að eyða félaga í Felix skráningarkerfinu. Enn skráður í Felix Alla jafna hefði ÍSÍ ekki snert á málinu þar sem keppnin var ekki á vegum ÍSÍ. Sökum þess að Hinrik Ingi var skráður sem iðkandi hjá ÍSÍ í Felix skráningarkerfinu var ákveðið að höfða mál á hendur honum. Eins og alltaf er gert falli iðkandi hjá ÍSÍ á lyfjaprófi. Hinrik var boðaður í skýrslutöku vegna málsins á dögunum og mætti þá með bréf undirskrifað af Vilhelm Bernhöft, stjórnarmanni í Lyftingafélagi Reykjavíkur, frá því í ágúst 2016 eða þremur mánuðum fyrir Íslandsmótið í Crossfit. Í bréfinu óskar Hinrik Ingi eftir því að vera skráður úr félaginu og nafn hans fjarlægt úr öllum skrám félagsins. Undir skrifar Vilhelm. Þrátt fyrir skýr skilaboð um að fjarlægja nafn hans úr félaginu var hann ekki skráður úr Felix við þetta tilefni. Vilhelm Bernhöft er stjórnarmaður í Lyftingafélagi Reykjavíkur. Hinrik með eina eintakið af bréfinu Fáir ef nokkur utan þeirra Hinriks og Vilhelms virðast hafa vitað af úrsögninni. Á því gæti þó verið sú skýring að Lyftingafélag Reykjavíkur og Crossfit Reykjavík eru svo til sami hluturinn. Hinrik framvísaði bréfinu en ekkert eintak mun vera til af því í bókum Lyftingafélags Reykjavíkur. Þá mun Vilhelm hafa gert lítið úr tengslum þeirra Hinriks. Hann hafi líst sambandi þeirra sem kunningsskap, á pari við Facebook-vinskap. Þó munu þeir í það minnsta einu sinni hafa ferðast utan saman á Crossfitmót auk þess að vera reglulegir gestir í húsakynnum Crossfit Reykjavíkur/Lyftingafélags Reykjavíkur í Skeifunni í Reykjavík undanfarin misseri. Upplýsir ekki hvort fleiri hafi vitað af úrskráningunni Vilhelm vildi lítið tjá sig um málið við Vísi og sagði það í ferli hjá ÍSÍ. Hann segir ástæðuna fyrir því að Hinrik Ingi hafi ekki verið skráður úr Felix á þeim tíma sem bréfið á að hafa verið skrifað vera þá að félagið uppfæri félagaskráningu sína aðeins einu sinni á ári. Það gildir raunar um mörg íþróttafélög eins og Vilhelm bendir á, þ.e. að félagskráning er uppfærð aðeins einu sinni á ári. Á vorin í tilfelli Lyftingafélags Reykjavíkur, að sögn Vilhelms. Utan þess tíma séu iðkendur aðeins skráðir í kerfið, ekki úr. Aftur á móti er óalgengt að jafnformlegar kröfur séu lagðar fram um úrskráningu og í tilfelli Hinriks Inga miðað við orðalag bréfsins. Aðspurður hvort einhverjir fleiri hafi verið meðvitaðir um að Hinrik hafi skráð sig úr félaginu í ágúst síðastliðnum vill Vilhelm ekki svara spurningunni. En er það eitthvað leyndarmál hvort fleiri hafi vitað af því? „Nei nei, það eru ekki mjög margir í stjórninni,“ segir Vilhelm og vill ekki ræða málið frekar. Ekki náðist í Hrönn Svansdóttur, formann Lyftingafélags Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Íþróttamiðstöðin í Laugardal.ÍSÍ Crossfit í Bandaríkjunum fylgist með gangi mála Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu dómstóll ÍSÍ kemst að í málinu. Verði bréfið um úrskráningu Hinriks Inga tekið gilt má ljóst vera að verið er að setja áhugavert fordæmi í málum er varða lyfjapróf. Þá gæti keppandi sem fellur á lyfjaprófi orðið sér úti um bréf hjá stjórnarmanni síns félags, sem í sumum tilfellum er afar nákominn iðkendum á litla Íslandi, þar sem staðfest er að keppandinn hafi sagt sig úr félaginu og þar með ÍSÍ áður en til lyfjaprófsins kom. Jafnvel þótt hann sé enn skráður í félagið samkvæmt skráningu ÍSÍ. Niðurstöðu í málinu er að vænta síðar í mánuðinum og samkvæmt heimildum Vísis fylgist CrossFit í Bandaríkjunum með því hver útkoman verður. Bergur og Hinrik hafa báðir fengið bréf frá Crossfit í Bandaríkjunum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að þeim sé meinuð þátttaka út yfirstandandi tímabil. Sömuleiðis að fylgst sé með hver niðurstaða ÍSÍ í málinu verði. Heilbrigðisráðherra hefur á teikniborðinu frumvarp um misnotkun stera. Frumvarpið hefur fengið misjöfn viðbrögð. Féll á lyfjaprófi í fyrra Crossfit í Bandaríkjunum hefur dæmt keppendur í bann sem hafa fallið á lyfjaprófum. Bæði við keppni í Crossfit og sömuleiðis í öðrum íþróttum. Þekkt dæmi er Natalie Newhart sem tók afar miklum framförum á milli ára en var svo tekin í lyfjapróf fyrir um ári. Newhart féll á prófinu en hún hafði tekið stera. Hún áfrýjaði ekki dómnum. Newhart var dæmd í tveggja ára keppnisbann sem verður til þess að hún getur ekki tekið þátt í þremur heimsleikum í Crossfit. Heimsleikarnir eru stærsti vettvangur íþróttarinnar en þar hafa íslenskir keppendur, þá sérstaklega konur, staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hafa bæði Annie Mist og Katrín Tanja Davíðsdóttir staðið uppi sem sigurvegarar og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Guðmundsson unnið til verðlauna. Umtalsverð peningaverðlaun eru í boði. Skiptar skoðanir Miðillinn Barbellspin ræddi við nokkra af fremstu Crossfiturum heims og spurði þá út í þeirra skoðun á lyfjanotkun Newhart. Óhætt er að segja að skoðanir hafi verið skiptar á málinu. Allt frá því að Newhart ætti að vita betur yfir í að flestir ef ekki allir í fremstu röð væru að nota einhver árangursaukandi efni sem séu á bannlista en „hreinsi sig“ á þeim tímum þar sem von sé á að þeir verði teknir í lyfjapróf. Ummælin voru ekki höfð eftir einstökum keppendum. Þá var Charis Chan dæmd í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á bandaríska meistaramótinu í kraftlyftingum árið 2015. Hún verður í banni frá Crossfit þar til í apríl árið 2020.
CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Kærður til lögreglu og gat ekki sótt mikla peninga til Dúbaí "Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson. 22. desember 2016 13:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45
Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01
Kærður til lögreglu og gat ekki sótt mikla peninga til Dúbaí "Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson. 22. desember 2016 13:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti