Að trumpast í áfengismálum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. mars 2017 07:00 Ég veit að það er að bera í blindfullan lækinn en ég ætla aðeins að tala um áfengislögin. En fyrst langar mig að segja litla sögu: Einu sinni vann ég á sambýli þar sem afar góð kona bjó en hún átti erfitt með mál. Eitt sinn tók hún sig þó til, læddist inn á starfsmannaskrifstofu og pantaði sumarhús í Svíþjóð. Í fyrstu urðum við starfsmenn skelkaðir, þegar upp komst, og fórum að hugsa eins og hugmyndasnauðir valdsmenn gera oft: Við verðum að læsa skrifstofunni, eða loka símann inni í skáp og þar fram eftir götunum. Það var ekki fyrr en seinna að við höfðum vit á því að gleðjast yfir því að konan hefði verið fær um að koma svona fram með festu og frumkvæði og án þess að láta fötlun sína trufla sig. Undanfarin ár hef ég unnið í skólum. Þar vill stundum brenna við að yfirvöldum detti ekkert frekar í hug en refsingar og þvinganir þegar óþekkt gerir vart við sig. Reynslan kennir mér þó að þegar maður er orðinn svona forpokaður, og farinn að hugsa í múralausnum eins og Bandaríkjaforseti, þá króar maður sjálfan sig út í horn þaðan sem engar skapandi lausnir sjást. Þar finnst mér við einmitt vera í áfengismálum, og ef ég skil málið rétt, rífumst við nú um það hvort eigi að okra á okkur úti í matvörubúð eða úti í vínbúð. Líklegast erum við orðin svo trumpuð af leiðinlegu fullu fólki (sem er afsprengi múramenningar), þess að láta okra á okkur og plata af okkur auðlindir, að okkur dettur ekkert betra í hug. Á meðan fær enginn léttvín fyrir skynsamlegt verð á stað þar sem enginn alki á erindi. Trumpað! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ég veit að það er að bera í blindfullan lækinn en ég ætla aðeins að tala um áfengislögin. En fyrst langar mig að segja litla sögu: Einu sinni vann ég á sambýli þar sem afar góð kona bjó en hún átti erfitt með mál. Eitt sinn tók hún sig þó til, læddist inn á starfsmannaskrifstofu og pantaði sumarhús í Svíþjóð. Í fyrstu urðum við starfsmenn skelkaðir, þegar upp komst, og fórum að hugsa eins og hugmyndasnauðir valdsmenn gera oft: Við verðum að læsa skrifstofunni, eða loka símann inni í skáp og þar fram eftir götunum. Það var ekki fyrr en seinna að við höfðum vit á því að gleðjast yfir því að konan hefði verið fær um að koma svona fram með festu og frumkvæði og án þess að láta fötlun sína trufla sig. Undanfarin ár hef ég unnið í skólum. Þar vill stundum brenna við að yfirvöldum detti ekkert frekar í hug en refsingar og þvinganir þegar óþekkt gerir vart við sig. Reynslan kennir mér þó að þegar maður er orðinn svona forpokaður, og farinn að hugsa í múralausnum eins og Bandaríkjaforseti, þá króar maður sjálfan sig út í horn þaðan sem engar skapandi lausnir sjást. Þar finnst mér við einmitt vera í áfengismálum, og ef ég skil málið rétt, rífumst við nú um það hvort eigi að okra á okkur úti í matvörubúð eða úti í vínbúð. Líklegast erum við orðin svo trumpuð af leiðinlegu fullu fólki (sem er afsprengi múramenningar), þess að láta okra á okkur og plata af okkur auðlindir, að okkur dettur ekkert betra í hug. Á meðan fær enginn léttvín fyrir skynsamlegt verð á stað þar sem enginn alki á erindi. Trumpað! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun