Sport

Bardagi Sunnu í beinni á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er kraftur í höggunum hennar Sunnu.
Það er kraftur í höggunum hennar Sunnu. mynd/hallmar freyr
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að bardaga Sunnu Rannveigar Davíðsdóttur, Sunnu „Tsunami“, gegn Mallory Martin á bardagakvöldi Invicta þann 25. mars.

Þetta verður annar bardagi Sunnu í Invicta en í þeim fyrsta bar hún sigur úr býtum gegn Ashley Greenway eftir dómaraúrskurð.

Sjá einnig: Sunna og næsti andstæðingur hennar eiga margt sameiginlegt

Martin barðist síðast í Kína í Kunlun-bardagadeildinni en þetta verður í fyrsta sinn sem hún berst í Invicta sem hefur reynst góður stökkpallur fyrir marga bardagakonur í UFC.

„Í fyrsta lagi er ég mjög spennt fyrir því að fá bardaga. Það eru að verða komnir sex mánuðir síðan ég barðist síðast. Þetta er algjör snilld og mér er eiginlega alveg sama hver það er, hvað hún heitir eða hvaðan hún er,“ sagði Sunna í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Bardagakvöldið fer sem fyrr fram í Kansas City í Bandaríkjunum. Útsendingin hefst á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 26. mars og verður bardagi Sunnu og Martin annar í röðinni.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×