Helmingur námskeiða í framhaldsnámi í jarðfræði skorinn niður vegna fjársveltis Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2017 19:00 Jarðvísindadeild Háskóla Íslands er í slíku fjársvelti að fella hefur þurft niður helming námskeiða í framhaldsnámi við deildina. Deildarforseti segir að fram haldi sem horfir muni Íslendingar glata ákveðinni forystu í jarðvísindum í heiminum og missa mikilvæga sérfræðinga frá útlöndum sem annars kæmu hingað til framhaldsnáms. Ísland er í raun ein risavaxin tilraunastöð í jarðvísindum. Maður myndi ætla að jarðvísindi stæðu í miklum blóma við Háskóla Íslands. En nú er staðan hins vegar þannig að óbreyttu að ekki verður hægt að ráða í stöður helstu sérfræðinga jarðvísindadeildar þegar þeir láta af störfum sökum aldurs. Deildarstjóri jarðvísindadeildar segir fjárframlög ekki hafa fylgt almennum launahækkunum í þjóðfélaginu sem þýði að lítið sé eftir til starfsemi deildarinnar þegar búið sé að greiða launin. Hvað hefur það þýtt fyrir deildina? Það þýðir það í okkar tilfelli að við höfum skorið niður kennslumagnið um 15 prósent og hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum að fella niður nálægt því helminginn af þeim námskeiðum sem við kennum í framhaldsnámi á þessu ári. Og það bítur,“ segir Magnús Tumi. Fátt er Íslendingum og umheiminum mikilvægara í jarðvísindum en þekkja og rannsaka náttúruöflin í iðrum jarðar. Magnús Tumi segir fjársveltið þungt högg gagnvart uppbyggingu á öflugu framhaldsnámi við deildina á undanförnum árum. Fjöldi nemenda frá öðrum löndum sæki í framhaldsnám við deildina en nú sé verið að höggva í ræturna á því uppbyggingarstarfi.Alþjóðleg forysta í hættu „Við getum sagt að við séum að byggja upp tengsla- og vinanet um allan heim með þessum nemendu. En fyrir skólann og fyrir Ísland er þetta fólk að vinna alls konar rannsóknir. Ísland er svo stórt og við erum svo fá, þannig að þetta eru alls konar rannsóknir sem nýtast okkur vel. Meðal annars vegna þessa hafi jarðvísindadeild gengið vel að fá erlenda styrki til vísindarannsókna. „Og það eru peningar inn í hagkerfið. Fyrir utan þann ávinning sem hefst af þeim rannsóknum sem gerðar eru,“ segir Magnús Tumi. Fjöldi nemdenda kemur hingað á styrkjum frá öðrum löndum en þá verði líka að hafa fjölbreytt námskeið í boði fyrir þá og kennara til að leiðbeina þeim. „Ég get bara tekið sem dæmi Pál Einarsson prófessor, sem er einn okkar þekktasti jarðvísindamaður, hann er að hætta núna vegna aldurs og við höfum ekki peninga til að ráða í staðinn fyrir hann,“ segir Magnús Tumi og segir dæmin vera fleiri. „En ef þetta verður viðvarandi ástand þá náttúrlega molnar þetta niður og við missum okkar forystu á þessu sviði,“ segir deildarforsetinn. En ein þeirra sem nú er hér við frekara framhaldsnám og rannsóknir er doktor Stephanie Grocke sem er hér á Fullbright styrk. Hún segir mjög mikilvægt að komast hingað til náms vegna sérstöðu landsins. „Þetta er einstakt tækifæri bæði persónulega og fræðilega til að koma á svona öflugan stað. Með svona mikilli eldfjallavirkni,“ segir Stephanie. Við jarðvísindadeild séu einnig til staðar mjög hæfir vísindamenn til að vinna með. Ísland geti auðveldlega verið alþjóðleg miðstöð í jarðvísindum. „Jarðfræðin hér á Íslandi er ein sinnar tegundar og algerlega einstök á heimsvísu. Þannig að ef landið gæti verið meiri miðstöð í jarðvísindum fyrir heimsbyggðina tel ég að það myndi koma öllum til góða. Jafn jarðvísindafólki sem og námsmönnum um allan heim,“ segir Stephanie Grocke. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Jarðvísindadeild Háskóla Íslands er í slíku fjársvelti að fella hefur þurft niður helming námskeiða í framhaldsnámi við deildina. Deildarforseti segir að fram haldi sem horfir muni Íslendingar glata ákveðinni forystu í jarðvísindum í heiminum og missa mikilvæga sérfræðinga frá útlöndum sem annars kæmu hingað til framhaldsnáms. Ísland er í raun ein risavaxin tilraunastöð í jarðvísindum. Maður myndi ætla að jarðvísindi stæðu í miklum blóma við Háskóla Íslands. En nú er staðan hins vegar þannig að óbreyttu að ekki verður hægt að ráða í stöður helstu sérfræðinga jarðvísindadeildar þegar þeir láta af störfum sökum aldurs. Deildarstjóri jarðvísindadeildar segir fjárframlög ekki hafa fylgt almennum launahækkunum í þjóðfélaginu sem þýði að lítið sé eftir til starfsemi deildarinnar þegar búið sé að greiða launin. Hvað hefur það þýtt fyrir deildina? Það þýðir það í okkar tilfelli að við höfum skorið niður kennslumagnið um 15 prósent og hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum að fella niður nálægt því helminginn af þeim námskeiðum sem við kennum í framhaldsnámi á þessu ári. Og það bítur,“ segir Magnús Tumi. Fátt er Íslendingum og umheiminum mikilvægara í jarðvísindum en þekkja og rannsaka náttúruöflin í iðrum jarðar. Magnús Tumi segir fjársveltið þungt högg gagnvart uppbyggingu á öflugu framhaldsnámi við deildina á undanförnum árum. Fjöldi nemenda frá öðrum löndum sæki í framhaldsnám við deildina en nú sé verið að höggva í ræturna á því uppbyggingarstarfi.Alþjóðleg forysta í hættu „Við getum sagt að við séum að byggja upp tengsla- og vinanet um allan heim með þessum nemendu. En fyrir skólann og fyrir Ísland er þetta fólk að vinna alls konar rannsóknir. Ísland er svo stórt og við erum svo fá, þannig að þetta eru alls konar rannsóknir sem nýtast okkur vel. Meðal annars vegna þessa hafi jarðvísindadeild gengið vel að fá erlenda styrki til vísindarannsókna. „Og það eru peningar inn í hagkerfið. Fyrir utan þann ávinning sem hefst af þeim rannsóknum sem gerðar eru,“ segir Magnús Tumi. Fjöldi nemdenda kemur hingað á styrkjum frá öðrum löndum en þá verði líka að hafa fjölbreytt námskeið í boði fyrir þá og kennara til að leiðbeina þeim. „Ég get bara tekið sem dæmi Pál Einarsson prófessor, sem er einn okkar þekktasti jarðvísindamaður, hann er að hætta núna vegna aldurs og við höfum ekki peninga til að ráða í staðinn fyrir hann,“ segir Magnús Tumi og segir dæmin vera fleiri. „En ef þetta verður viðvarandi ástand þá náttúrlega molnar þetta niður og við missum okkar forystu á þessu sviði,“ segir deildarforsetinn. En ein þeirra sem nú er hér við frekara framhaldsnám og rannsóknir er doktor Stephanie Grocke sem er hér á Fullbright styrk. Hún segir mjög mikilvægt að komast hingað til náms vegna sérstöðu landsins. „Þetta er einstakt tækifæri bæði persónulega og fræðilega til að koma á svona öflugan stað. Með svona mikilli eldfjallavirkni,“ segir Stephanie. Við jarðvísindadeild séu einnig til staðar mjög hæfir vísindamenn til að vinna með. Ísland geti auðveldlega verið alþjóðleg miðstöð í jarðvísindum. „Jarðfræðin hér á Íslandi er ein sinnar tegundar og algerlega einstök á heimsvísu. Þannig að ef landið gæti verið meiri miðstöð í jarðvísindum fyrir heimsbyggðina tel ég að það myndi koma öllum til góða. Jafn jarðvísindafólki sem og námsmönnum um allan heim,“ segir Stephanie Grocke.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira