Tónlist

Íslensku tónlistarverðlaunin: Emmsjé Gauti sigurvegari kvöldsins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti var ótvíræður sigurvegari kvöldsins en hann hlaut alls fimm verðlaun.
Emmsjé Gauti var ótvíræður sigurvegari kvöldsins en hann hlaut alls fimm verðlaun. Vísir/Stefán
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu í kvöld. Þar voru veitt verðlaun í 29 flokkum fyrir það sem skaraði fram úr í íslenskri tónlist á árinu 2016.

Emmsjé Gauti var ótvíræður sigurvegari kvöldsins en hann hlaut alls fimm verðlaun. Hann var meðal annars valinn lagahöfundur ársins og tónlistarflytjandi ársins.

Heiðursverðlaunahafi er að þessu sinni Rut Ingólfsdóttir og var það menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson sem veitti Rut verðlaunin. Rut var konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og Bachsveitarinnar í Skálholti. Hún starfaði ennfremur í Sinfóníuhljómsveit Íslands í áratugi. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika, gefið út sólóplötur og fjölda hljómdiska í samstarfi við aðra. Hún er einn af 12 stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur og listrænn stjórnandi í 40 ár.

Verðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016

Popp, rokk, rapp og raftónlist

Plata ársins - Rokk

Kaleo - A/B

Plata ársins - Popp

Júníus Meyvant - Floating Harmonies

Plata ársins - Raftónlist

Samaris - Black Lights

Plata ársins - Rapp og hip hop

Emmsjé Gauti - Vagg & velta

Lag ársins - Rokk

Valdimar - Slétt og fellt

Lag ársins - Popp

Hildur - I’LL WALK WITH YOU

Lag ársins - Rapp og hip hop

Emmsjé Gauti - Silfurskotta

Söngkona ársins

Samaris - Jófríður Ákadóttir

Söngvari ársins

Kaleo - Jökull Júlíusson

Textahöfundur ársins

Emmsjé Gauti - Gauti Þeyr Másson

Lagahöfundur ársins

Emmsjé Gauti - Gauti Þeyr Másson

Tónlistarviðburður ársins

Jólatónleikar Baggalúts

Tónlistarflytjandi ársins

Emmsjé Gauti

Bjartasta vonin

Auður

Tónlistarmyndband ársins

One Week Wonder - Mars (Leikstjórn: Baldvin Albertsson)

Opinn flokkur

Plata ársins - Opinn flokkur

Gyða Valtýsdóttir - Epicycle

Plata ársins - Leikhús- og kvikmyndatónlist

Jóhann Jóhannson - Arrival

Tónlistarhátíð ársins

Eistnaflug

Umslag ársins

Gyða Valtýsdóttir - Epicycle (hönnun: Gyða Valtýsdóttir og Goddur)



Djass og blús

Plata ársins

Þorgrímur Jónsson Quintet - Constant Movement

Tónverk ársins

ADHD - Magnús Trygvason Eliassen

Lagahöfundur ársins

Þorgrímur Jónsson Quintet – Þorgrímur Jónsson

Tónlistarflytjandi ársins

Stórsveit Reykjavíkur

Bjartasta vonin

Sara Blandon



Sígild og samtímatónlist

Plata ársins

Guðrún Óskarsdóttir - In Paradisum

Tónverk ársins

Hugi Guðmundsson - Hamlet in Absentia

Söngvari ársins

Elmar Gilbertsson fyrir hlutverk Lensky í Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Söngkona ársins

Þóra Einarsdóttir fyrir hlutverk Tatyana í Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Tónlistarflytjandi ársins

Schola Cantorum

Tónlistarviðburður ársins

Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Bjartasta vonin

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Heiðursverðlaun

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari






Fleiri fréttir

Sjá meira


×