Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 2. mars 2017 23:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00