Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í partýi á Akureyri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 16:21 Nauðgunin átti sér stað um verslunarmannahelgina 2014. vísir/pjetur Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“ Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira